Þjónustur
SMS gátt
Þarftu að koma skilaboðum áleiðis til viðskiptavina eða að senda út tilboð? 1819 býður upp á þægilegt viðmót þar sem fyrirtæki geta sent skilaboð á viðskiptavini eða starfsmenn. Hægt er að nýta þjónustuna á fjölbreyttan máta - allt frá því að senda viðskiptavinum upplýsingar um tímapantanir yfir í að senda ákveðnum hópi sérsniðin tilboð um vörur og þjónustu. Smáskilaboðasendingar eru okkar fag!
Helstu eiginleikar SMS gáttarinnar
Stök skilaboð
Er pöntun tilbúin hjá þér og þarftu að láta viðskiptavininn vita undir formerkjum fyrirtækisins?
SMS gátt 1819 er hægt að nota til þess að senda skilaboð á einn eða fleiri í einu.
SMS sendingar á hópa (hóp SMS)
Ertu með lista af símanúmerum, s.s. félagsmenn eða viðskiptavini og vilt senda þeim skilaboð?
Í SMS gáttinni getur þú vistað lista af símanúmerum, s.s. símanúmer félagsmanna, viðskiptavina eða annarra og sent skilaboð til allra í einu.
Tímasett skilaboð
Þarftu að minna viðskiptavininn þinn á að hann eigi tíma á morgun?
Í SMS gáttinni getur þú tímastillt skilaboðin þannig að þau skili sér í síma viðskiptavinarins á hádegi daginn áður.
Þarftu að senda út tilboð á ákveðnum tíma, eða þarftu að minna félagsmenn á fund?
Hægt er að tímasetja fjöldasendingar þannig að skilaboðin skili sér í síma viðtakenda á þeim tíma sem þú skilgreinir.
Lengd skeyta
Hámarks fjöldi stafa í einu SMS skilaboði eru 160 stafir. Séu notaðir séríslenskir stafir, lækkar fjöldi stafa niður í 70. Ef sent er skilaboð sem er lengra en leyfilegt er, skiptist skilaboðið upp í einingar, sem er svo móttekið af símtækinu sem eitt skilaboð. Greitt er fyrir hverja einingu.
Notkun SMS gáttar
Skráðu þig í SMS gátt 1819 hér að neðan. Við munum svo fara yfir umsóknina og opna fyrir SMS gáttina.
Fyrirtæki getur gefið starfsfólki sínu aðgang að SMS gáttinni með því að gefa upp kennitölur þeirra. Þá getur starfsfólk skráð sig inn með sínum rafrænu skilríkjum eða Íslykli.
Greiðslufyrirkomulag
Hver SMS eining sem send er úr SMS gátt 1819 kostar 8 kr.- (án virðisaukaskatts) og greitt er fyrir þá þjónustu mánaðarlega. Mánaðargjald fyrir aðgang að SMS gátt er 2.000 kr. (án virðisaukaskatts).
Hvernig skrái ég mig?
Þú smellir á takkann hér að neðan og skráir þig inn á Mitt 1819. Næst smellir þú á 'Skráning í SMS gátt' og fyllir út formið þar. Eftir að þú skráir þig munum við fara yfir skráninguna og opna fyrir aðgang að SMS gáttinni.