Markhópalistar - 1819 miðlar

Þjónustur

Markhópalistar

Þarf þitt fyrirtæki að ná í ákveðinn markhóp fyrir söluverkefni eða markaðskönnun?

1819 upplýsingaveitur halda utan um gagnagrunn yfir alla þá sem eru með skráð símanúmer í símaskrá. Gagnagrunninn er auðvelt að flokka eftir markhópum og lítið mál er að taka út alla þá aðila sem ekki vilja fá símhringingar fyrirtækja sem stunda beina markaðssetningu. Markhópalistar nýtast ólíkum fyrirtækjum við ýmiskonar verkefni!

Við bjóðum upp á skilgreiningu markhópa eftir aldri, kyni og búsetu þegar það kemur að einstaklingum. Þegar að það kemur að fyrirtækjum er til dæmis hægt að skipta þeim niður í markhópa eftir stærð, hversu lengi fyrirtæki hafa verið starfrækt, staðsetningu þeirra eða atvinnugreinum.

Dæmi um markhópalista.

Einstaklingar

  • Karlmenn á aldrinum 20 – 30 ára í Kópavogi.
  • Konur á aldrinum 40 – 60 ára á Akureyri.
  • Einstaklingar á aldrinum 23-46 ára búsettir á Austurlandi.

Fyrirtæki.

  • Allir veitingastaðir á höfuðborgarsvæðinu sem hafa verið starfræktir lengur en ár.
  • Öll fyrirtæki í ferðaiðnaði sem starfa utan höfuðborgasvæðis.
  • 300 stærstu fyrirtækin á Íslandi.

 

Hvaðan eru gögnin sótt?

Við vinnslu markhópalista eru upplýsingar sóttar í gagnagrunn 1819 sem byggður er á sameiginlegum grunni allra fjarskiptafyrirtækjanna. Þessi grunnur er síðan samræmdur við Þjóðskrá og fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra sem tryggir réttmæti gagnanna.

Hafa samband