Þjónustur
Af hverju símsvörun?
Svörun símtala og annarra miðla skiptir öllu máli fyrir fyrirtæki þar sem hún er fyrsta snerting við viðskiptavin. Þegar sú þjónusta er fyrsta flokks hefur það jákvæð áhrif á framleiðni starfsmanna með því að minnka áreiti.
Við hjá 1819 erum sérfræðingar í svörun og höfum bæði reynslu og þekkingu til að sinna öllu sem kann að koma upp. Við komum skilaboðum áfram til starfsmanna og viðskiptavina hratt og örugglega. Þannig sjáum við til þess að starfsmenn nái hámarks árangri án truflunar.
Við sérsníðum svörun að þínum þörfum
Alla daga ársins!
Við svörum fyrir þig!
Kostir símsvörunar
Minni biðtími
Betri þjónusta
Meiri tími fyrir önnur verkefni
Færri töpuð símtöl
Dæmi um verð fyrir símsvörun
50
símtöl á mánuði
fyrir lítil fyrirtæki
27.157kr.
100
símtöl á mánuði
fyrir meðalstór fyrirtæki
48.280kr.
400
símtöl á mánuði
fyrir stór fyrirtæki
166.600kr.
Spurt og svarað
(algengar spurningar)
Hvað þarf ég að gera til að koma í símsvörunarþjónustu?
Það eina sem þarf að gera er að gefa okkur helstu upplýsingar.
Er hægt að velja opnunartíma?
Já, það er minnsta mál, við getum svarað símanum þegar þér hentar á milli 8 - 21 alla daga vikunnar. Þú velur hvaða tíma þú vilt svörun og við tökum þá við símsvörun.
Er hægt að velja hvaða símtöl 1819 svarar?
Já, það er hægt. Það er hægt að láta 1819 svara aðeins utan opnunartíma, þegar það eru veikindi eða álagstoppar. Það er líka í boði að láta 1819 svara öllum símtölum. Við getum svarað símanum alla daga ársins á milli 08:00 - 21:00.
Bjóðið þið upp á netspjall líka?
Já, það er líka í boði. Þjónustufulltrúar 1819 geta svarað fyrirspurnum á netspjalli og mismunandi samfélagsmiðlum líka.
Hvernig getið þið orðið sérfræðingar í mínu fyrirtæki?
Þjónustufulltrúar 1819 eru vel þjálfaðir í að tala í þínu nafni. Við öflum okkur upplýsinga um þitt fyrirtæki í samvinnu við þig, sem gerir okkur auðveldara að búa til ánægða viðskiptavini.
Hvernig komið þið skilaboðum áfram til starfsmanna?
Starfsfólki fyrirtækja er alveg frjálst að velja hvort það vilji skilaboð eða fá símtöl send beint til sín, þar sem tekið er fram erindi og nafn viðkomandi. Skilaboðum er síðan hægt að sinna seinna meir, á tíma sem hentar betur.
Aðrar upplýsingar
Ef aðrar spurningar vakna má senda okkur tölvupóst á 1819@1819.is og við svörum eins fljótt og hægt er!