SMS gátt - 1819 miðlar

Þjónustur

SMS gátt

Þarftu að koma skilaboðum áleiðis til viðskiptavina eða að senda út tilboð? 1819 býður upp á þægilegt viðmót þar sem fyrirtæki geta sent skilaboð á viðskiptavini eða starfsmenn. Hægt er að nýta þjónustuna á fjölbreyttan máta – allt frá því að senda viðskiptavinum upplýsingar um tímapantanir yfir í að senda ákveðnum hópi sérsniðin tilboð um vörur og þjónustu. Smáskilaboðasendingar eru okkar fag!

 

SMS sendingar á hópa (hóp SMS)

SMS gátt 1819 er þjónusta sem hentar fyrirtækjum sem vilja veita viðskiptavinum sínum þá virðisaukandi þjónustu að fá áminningar í SMS skilaboðum í sínu nafni. Viðmótið er einfalt, öruggt og gerir fyrirtækjum kleift að senda fjölda SMS skilaboða á fljótlegan og þægilegan máta.

Stök skilaboð

SMS gátt 1819 er einnig hægt að nota til þess að senda stök skilaboð á ákveðinn aðila.  Viðmótið er einfalt og þæginlegt.

Lengd skeyta

Hámark fjöldi stafa í einu SMS skilaboði eru 140 stafir án séríslenskra stafa.

Notkun SMS gáttar

Þegar búið að að skrá sig inn á vef 1819 og opna fyrir aðgengi að SMS-gátt fyrirtækis þá birtist aðgangurinn undir flipanum „minn aðgangur“.

Hægt er að skrá sig inn á 1819.is í hvaða tölvu sem er, sé hún nettengd.

Greiðslufyrirkomulag

Hvert SMS sem sent er úr SMS gátt 1819 kostar 8 kr.- (án virðisaukaskatts) og greitt er fyrir þá þjónustu mánaðarlega. Ársgjald fyrir aðgang að SMS gátt er 7.000 kr.- (án virðisaukaskatts).

 

Hafa samband