English

 

Símsvörunarþjónusta 1819

Hjá 1819 svörum við í símann bæði dag og nótt. Í þjónustuveri okkar afgreiðir starfsfólk fjölbreyttar og krefjandi fyrirspurnir allan sólarhringinn. Starfsfólk 1819 er vel þjálfað í að leita lausna og sýna frumkvæði við úrlausnir á fyrirspurnum viðskiptavina. Láttu okkur svara símanum!

 

Við bjóðum símsvörunarþjónustu allan sólarhringinn, alla daga ársins.

Mörg fyrirtæki sjá hag sinn í því að geta þjónustað viðskiptavini sína allan sólarhringinn eða halda úti þesskonar starfsemi að slíkt er nauðsynlegt. 1819 býður upp á almenna símsvörun allan sólarhringinn, alla daga ársins. Viðskiptavinir þeirra fyrirtækja sem að nýta sér símsvörunarþjónustu 1819 fá sömu þjónustu og áður, því við svörum eins og við séum stödd innan fyrirtækisins. Við sendum símtöl áfram á rétta staði eða tökum skilaboð eftir því sem við á.

1819 leggur ríka áherslu á sveigjanleika í þjónustu við viðskiptavini og því er símsvörunarþjónustan sérsniðin að þörfum hvers og eins fyrirtækis fyrir sig. Við tökum að okkur að svara alfarið fyrir hönd fyrirtækisins, að svara þegar að það koma álagstoppar, að svara einungis yfirflæði eða að svara símanum á nóttunni.

Þegar fyrirtæki kaupa símsvörunarþjónustu 1819 greiðir fyrirtækið einungis fyrir umfang þjónustunnar. Þannig geta fyrirtæki fengið mannaða vakt allan sólarhringinn og greiða fyrir þjónustuna miðað við fjölda svaraðra símtala, símtalslengd og á hvaða tímum sólarhringsins svörunin fer fram. Símsvörunarþjónusta 1819 er hagkvæm lausn sem sparar tíma og peninga!

 

Hafðu samband og fáðu verðtilboð.

 

Hafa samband

Um 1819.is

1819 - Nýr valkostur ehf. er öflugt og framsækið þjónustufyrirtæki sem býður góða þjónustu hvað varðar miðlun upplýsinga og upplýsingalausnir. Félagið var stofnað árið 2014. 1819 - Nýr valkostur ehf. rekur m.a. upplýsinganúmerið 1819 og vefsíðuna 1819.is og heldur uppi gagnagrunn með upplýsingum um einstaklinga og fyrirtæki.