Þjónustur
Tengdu hugbúnaðarlausnir fyrirtækisins við gagnagrunn 1819.
Hröð, örugg og hagkvæm leið sem sparar þér bæði tíma og peninga.
Allar upplýsingar
Veitir aðgang að öllum upplýsingum sem birtar eru við leit á 1819.is. Þessi þjónusta býður uppá fjölda möguleika fyrir viðskiptavini og kerfi sem þeir eru með innanhús til þess að fá nánari upplýsingar um viðskiptavini sína.
- Mánaðargjald: 2.300 kr. án vsk.
- Verð pr. flettingu: 7 kr. án vsk.
Nafn á númer
Veitir aðgang að númeri og nafni sem hentar mjög vel fyrir símkerfi fyrirtækja.
- Mánaðargjald: 2.300 kr. án vsk.
- Verð pr. flettingu: 2 kr. án vsk.
Hvað hentar þínu fyrirtæki?
Hafðu samband við okkur í síma 546 1819 eða í gegnum netfangið 1819@1819.is og við finnum lausn sem hentar ykkar þörfum.
Skilmálar
1. gr. Almenn ákvæði
Þessir skilmálar ná til aðgangs að vefþjónustu 1819, sem veitir þjónustukaupanda aðgang að upplýsingum úr símaskrá 1819 í samræmi við ákvæði þessa samnings. Með því að samþykkja skilmálana með „haki“ staðfestir notandi að hann hafi kynnt sér efni þeirra ítarlega og samþykki þá í heild sinni.
2. gr. Heimildir og skyldur notanda
Þjónustukaupanda er skylt að gera samning um notkun vefþjónustu 1819 áður en miðlun getur hafist. Aðgangur þjónustukaupanda að upplýsingum, og hvers konar úrvinnsla þeirra, er háð gildandi lögum hverju sinni. Þjónustukaupanda er skylt að fara eftir þeim skilmálum sem settir eru um notkun, þ.m.t. vinnslu og meðferð þeirra upplýsinga sem miðlað er til hans. Aðgangur þjónustukaupanda að upplýsingum úr gagnagrunni 1819, er eingöngu til einkanota, án tillits til hvort upplýsingarnar eru fengnar beint úr vefþjónustu 1819 eða í gegnum endursöluaðila. Hvers konar eintakagerð, miðlun og vinnsla upplýsinganna úr hendi þjónustukaupanda er óheimil nema með skriflegu leyfi 1819 - Nýs valkosts ehf. Þjónustukaupanda er meðal annars óheimilt, án skriflegs samþykkis 1819 - Nýs valkosts ehf, að:
- afrita, breyta, dreifa, leigja, lána, selja, markaðssetja, gefa út eða framleiða nokkurt efni sem byggir á gagnagrunni 1819
- vendismíða, afkóða, eða á annan hátt reyna að komast að frumkóða gagnagrunns 1819,
- nota gagnagrunn 1819 á þann hátt að veittur sé aðgangur með fjöldaniðurhali að upplýsingum úr gagnagrunninum,
- nota gagnagrunn 1819 að hluta eða í heild til samnýtingar með öðrum vörum og/eða forritum, þ.m.t. leiðsögutækjum og smáforritum,
- nota gagnagrunn 1819 til að útbúa gagnagrunna, t.d. af stöðum eða öðrum skráningum.
3. gr. Sérstakir skilmálar
Þjónustukaupandi skuldbindur sig til að fylgja siðareglum 1819 - Nýs valkosts um heiðarlega viðskiptahætti, sanngjarna og heiðarlega framkomu við viðskiptavini, og tryggja að upplýsingar úr gagnagrunni 1819 séu aldrei notaðar á þann hátt sem gæti misboðið almenningi eða einstaklingum sem eru skráðir í gagnagrunninn. Þjónustukaupandi skuldbindur sig einnig til að tryggja að upplýsingatækniöryggi hans sé fullnægjandi. Þá samþykkir þjónustukaupandi að fylgja í einu og öllu lögum nr. 81/2003 um fjarskipti, þar með talið 46. gr. laganna sem fjallar um óumbeðin fjarskipti, og lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
4. gr. Sérstakir skilmálar
Um vanefndir og úrræði vegna þeirra gilda almennar reglur kröfuréttar. Skaðabótaréttur hvors samningsaðila takmarkast þó alltaf við beint tjón, en óbeint tjón, þar með talið tap á samningshagsmunum, er ekki bætt. Þessi ábyrgðartakmörkun gildir ekki ef brotið er gegn trúnaðarákvæði 5. gr. 1819 - Nýr valkostur ber jafnframt ekki bótaábyrgð vegna niðritíma eða ónákvæmni upplýsinga.
5. gr. Trúnaður
Fyllsta trúnaðar skal gætt varðandi öll gögn og upplýsingar sem falla undir þessa skilmála. Aðilar skuldbinda sig sérstaklega til að tryggja trúnað um hvers kyns gögn og upplýsingar sem þeir fá frá gagnaðila, þar á meðal upplýsingar um stjórnunarlegar, fjárhagslegar eða tæknilegar aðstæður, sem og aðrar upplýsingar er varða rekstur, viðskipti eða atriði sem má ætla að teljist trúnaðarmál. Trúnaðarskylda þessi heldur gildi sínu jafnvel eftir að notkun þjónustunnar er lokið.
6. gr. Lausn ágreiningsmála
Komi upp ágreiningsefni, sem ekki tekst að leysa úr, skulu þau rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.