Skráning í símaskrá - 1819 miðlar

Þjónustur

Skráning í símaskrá

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar um hvernig þú getur skráð þig í símaskrá 1819.

  1. Smelltu á Mitt 1819 hér fyrir ofan, eða smelltu hér.
  2. Skráning í símaskrá
  3. Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum eða Auðkennisappinu.
  4. Skráning í símaskrá
  5. Samþykktu skilmálana sem koma upp, ef þú hefur ekki gert það áður.
  6. Skráning í símaskrá
  7. Undir „Flýtileiðir“, smelltu á „Mín skráning“. Þú getur líka smellt á „Skráning hjá 1819“ vinstra megin.
  8. Skráning í símaskrá
  9. Hér opnast þín skráning, en hér getur þú sett inn starfsheiti.
  10. Skráning í símaskrá
  11. Ef heimilisfangið er ekki rétt, getur þú breytt því með því að afhaka „Birta samkvæmt Þjóðskrá“. Þú getur líka valið að fela heimilisfangið þitt með því að afhaka „Sýna heimilisfang“.
    Ef heimilisfangið er ekki á réttum stað á kortinu, getur þú smellt á kortið til að breyta staðsetningunni.
  12. Skráning í símaskrá
  13. Hér setur þú inn símanúmer sem eiga að vera í símaskrá. Hægt er að bannmerkja númerin og fela.
    ATH. Þó svo að símanúmerið sé falið, þá er hægt að leita að númerinu í leitarvél 1819.is. Einnig geta sveitarfélög sent mikilvægar upplýsingar með SMS skilaboðum á þau númer sem eru falin.
  14. Skráning í símaskrá
  15. Hér getur þú sett inn netfangið þitt og vefsíðu ef þú vilt að hún birtist í símaskrá.
  16. Skráning í símaskrá
  17. Hér getur þú valið að setja inn samfélagsmiðlana þína, Facebook, X (Twitter), Instagram, LinkedIn.
  18. Skráning í símaskrá
  19. Hér getur þú sett inn nánari upplýsingar um þig.
  20. Skráning í símaskrá
  21. Hægra megin á síðunni má sjá forskoðun á því hvernig skráningin þín mun líta út á 1819.is.
  22. Skráning í símaskrá
  23. Þegar þú hefur sett inn allar upplýsingar sem þú vilt að birtist í símaskrá, smellir þú á „Stofna“.
  24. Skráning í símaskrá
Hefurðu einhverjar spurningar? Hafðu samband við okkur með því að smella á takkann hér að neðan.

Hafa samband