Fyrirtækið

Öryggis og gæðamál

1819 hefur þá stefnu í öryggis- og gæðamálum að tryggja öryggi viðskiptavina, starfsfólks og samstarfsaðila. Félaginu er ætlað að tryggja öryggi verðmæta, samfelldan rekstur og lágmarka hverskonar áhættu.

Félagið leggur áherslu á að hafa skýra stefnu í þessu efni í því skyni að standa vörð um ímynd sína og orðspor. Lögð er áhersla á að byggja upp virka öryggisvitun starfsfólks, samstarfsaðila og viðskiptavina.

Félagið stefnir að því að upplýsingar fyrirtækisins, samstarfsaðila og viðskiptamanna þess séu tryggilega varðar og öryggi þeirra tryggt á viðeigandi hátt.

1819 starfar í samræmi við lög og reglugerðir og fyrirmæli og reglur stjórnvalda til dæmis Póst- og Fjarskiptastofnunar og Persónuverndar.

Félagið mun leitast við að tryggja að þjónusta sé ávallt aðgengileg fyrir viðskiptavini allan sólarhringinn. Þá mun félagið tryggja öryggi búnaðar, sem nauðsynlegur er til að við getum veitt viðeigandi þjónustu.

Í samráði við tæknilega samstarfsaðila okkar hefur félagið sett starfsreglur varðandi upplýsingaöryggi ásamt því að tryggja viðeigandi ráðstafanir til að framfylgja þeim. Þetta nær meðal annars til verndunar gagna og afritunartöku. Þá hefur félagið sett raunhæf markmið varðandi þjónustutíma.

Til að hámarka öryggi notar félagið Íslykil Þjóðskráar Íslands, rafræn skilríki, Facbook eða GSM við innskráningar til að hámarka öryggi. Þannig verður ekki unnt að breyta upplýsingum hjá viðskiptavinum af þriðja aðila. Í því felst mikið öryggi og persónuvernd. Þannig er tryggður greiður aðgangur til að breyta eigin skráningu og tryggt að óviðkomandi geti ekki breytt skráningu annarra hjá 1819.

Um 140.000 einstaklingar og fyrirtæki nota Íslykil og fer ört fjölgandi.

Hægt er að panta Íslykil samstundis í heimbanka eða í pósti á lögheimili:

https://innskraning.island.is/?panta=1

Sjá nánar um Innskráningarþjónustu Ísland.is hér:

https://www.island.is/innskraningarthjonusta