Fyrirtækið

Meðferð persónuupplýsinga

Í skilmálum þessum merkja persónuupplýsingar sérhverjar persónugreindar eða persónugreinanlegar upplýsingar um notanda sem notandi lætur af hendi eða símfélög hafa í sínum fórum og láta af hendi til 1819 vegna þeirrar þjónustu sem 1819 veitir.

Hjá 1819 fer fram söfnun og vinnsla á persónuupplýsingum sem gegna þeim tilgangi að veita  grunn upplýsingar til viðskiptavina 1819.

Með vinnslu er átt við hvers konar aðgerð eða röð aðgerða þar sem unnið er með persónuupplýsingar, hvort sem vinnslan er handvirk eða rafræn. Af því leiðir að notandi hefur samþykkt að 1819 sé heimilt að birta upplýsingar, miðla þeim og vinna þær með þeim hætti sem 1819 telur nauðsynlegt.

Við vinnslu persónuupplýsinga telst 1819, Nýr valkostur ehf ábyrgðaraðili í skilningi laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nr. 90/2018. Vakin er athygli notanda á upplýsingarétti hans skv. 13, 14 og 15 gr. laganna og rétti hans til að upplýsingar um hann verði leiðréttar eða þeim eytt. Persónugreinanlegar upplýsingar eru aðeins vistaðar í gagnagrunni 1819 svo lengi sem viðskiptavinir óska eftir en eytt eigi síðar en 90 dögum eftir að þeir eru skráðir úr þjónustunni, eða óska eftir að upplýsingum sé eytt. Upplýsingum um látna einstaklinga er eytt eigi síðar en 90 dögum eftir að skráning þeirra er óvirk í þjóðskrá.

Þá er einnig vakin athygli á verklagsreglum Póst- og fjarskiptastofnunar þar sem m.a. er fjallað um rétt notanda til að vera óskráður í gagnagrunn númera- og vistfangaskrá og bann við birtingu kennitölu nema með samþykki notanda.

Vinnsluaðilar fá aðgang að nauðsynlegum upplýsingum skv. vinnslusamningi. 1819 miðlar einnig áfram skráningum einstaklinga á miðlum 1819 í gegnum API þjónustu eða kaup á einstaka listum til aðila sem kaupa þá þjónustu, er gerður vinnslusamningur í hvert skipti sem er í samræmi við öryggisstefnu 1819.

Notkun á 1819.is

1819 vekur athygli á því að þegar farið er inn á heimasíðu 1819 vistast svokallaðar kökur (e. Cookies) í tölvu notanda. Kökur eru litlar textaskrár sem eru notaðar til þess að greina heimsóknir á vefsíðu eftir IP-tölum. Aðrar vefsíður geta ekki lesið upplýsingar sem geymdar eru í kökunni.

Upplýsingar sem verið er að safna af vef 1819 um notendur eru notaðar til þess að afla vitneskju um notkun á vefnum og hvaða efni notendur hafa áhuga á. Þannig er hægt að bæta þjónustu 1819.is og aðlaga vefinn betur að þörfum notenda.

Hægt er að breyta öryggisstillingum á flestum vöfrum þannig að þeir taki ekki á móti kökum. Einnig er hægt að eyða kökum með einföldum hætti. Nánari upplýsingar um hvernig það er gert má finna á heimasíðum flestra vafra.

Nánari upplýsingar má finna í persónuverndarstefnu 1819.