English

Persónuverndarstefna 1819

Persónuvernd þín skiptir okkur miklu máli. Okkar markmið er að vernda persónuupplýsingar einstaklinga og við tökum það hlutverk alvarlega en allt frá því að fyrsta símafyrirtækið var stofnað hefur verið haldið utan um og hægt að afla upplýsinga um nöfn, símanúmer og heimilisföng áskrifenda, rétthafa símanúmers.

Með persónuverndarstefnunni viljum við gera þér grein fyrir hvernig og hvers vegna við vinnum persónuupplýsingarnar þínar, svo og hvaða réttindi þú hefur.

Stefnan tekur eingöngu til einstaklinga en ekki lögaðila. Öll vinnsla persónuupplýsinga er fram í samræmi við persónuverndarlög á hverjum tíma. Stefnan er aðgengileg á heimasíðu 1819.

Með persónuupplýsingum er átt við upplýsingar sem hægt er að nota til að persónugreina einstakling. Þetta geta til dæmis verið nafn þitt, heimili, símanúmer, netfang, IP-tala eða samsetning þessara upplýsinga sem gera kleift að ákvarða auðkenni einstaklings.

Persónuverndarstefndan gildir um allar vörur og þjónustu 1819 en um sumar vörur og þjónustur gilda sérstakir notkunar- eða viðskiptaskilmálar sem eru til viðbótar við persónuverndarstefnuna. Ef þjónusta okkar krefst þíns samþykkis þá munum við biðja um samþykki þitt við fyrstu notkun, innskráningu eða uppsetningu.

Vinnsla persónuverndarupplýsinga í tenglum við þjónustu 1819

Skrá yfir áskrifendur

Sem skráð fjarskiptafyrirtæki er 1819 lögum samkvæmt heimilt að vinna og miðla upplýsingum úr opinberum númera- og vistfangaskrám og birta upplýsingarnar. Þar sem upplýsingar úr opinberum númera- og vistfangaskrár eru aðgengilegar almenningi eiga áskrifendur rétt á að vera óskráðir í gagnagrunninum. Í framkvæmd ber áskrifanda þá að snúa sér til síns fjarskiptafyrirtækis og óska eftir að upplýsingar um sig birtist ekki opinberlega.

1819 móttekur upplýsingar um nafn þitt, símanúmer og heimilisfang frá því fjarskiptafyrirtæki sem þú hefur gert samning við. 1819 fær upplýsingarnar afhentar úr gagnagrunni HÍN, f.h. fjarskiptafyrirtækjanna. 

Kortavefur 1819

Með aðgangi að kortavef 1819 færð þú aðgang að kortagrunni sem er í eigu Samsýnar hf. og getur þú skoðað kort af Íslandi og fengið upplýsingar um götuheiti og hnit. Samsýn hf. er ábyrgt fyrir  kortunum og þeim upplýsingum sem þar er að finna. Aðgangur okkar að kortagrunni Samsýnar byggir á samningi 1819 við Samsýn og gilda skilmálar Samsýnar um notkun kortanna, þ.m.t. höfundar- og eignarétt. 

Bein markaðssetning

Við notum persónuupplýsingar í beinni markaðssetningu í samræmi við lög og reglur. Við getum einnig miðlað slíkum persónuupplýsingum til þriðja aðila sem óskar eftir markaðssetja beint til þín. Í sumum tilvikum eru persónuupplýsingar unnar í þeim tilgangi að veita aðra þjónustu en eigin þjónustu 1819. Í slíkum tilvikum getum við unnið með persónuupplýsingar fyrir og í samræmi við fyrirmæli frá þriðja aðila, svo sem auglýsingamiðlara okkar.

Tölfræðilegur tilgangur

1819 getur safnað upplýsingum um hvernig þú, sem notandi, notar vörur okkar og þjónustu í því skyni að greina leitarniðurstöður fyrir tölfræðilega tilgangi og markaðsþróun og eftirspurn í framtíð til að þróa þjónustu okkar og vörur.

Gögn eru einnig safnað til að bæta vörur okkar og þjónustu, gera það notendavænt, fylgjast með því að það virki rétt og veita upplýsingar um hrun. Slíkum upplýsingum er safnað, til dæmis með Google Analytics , Adobe SiteCatalyst , HockeyApp , Facebook og með hjálp smákaka sem innihalda ekki persónuupplýsingar. Þú getur fundið frekari upplýsingar um smákökur í  18 grein í skilmálanum „Notkun á 1819.is“. Við notum IP tölur í tölfræðilegum tilgangi.

Vinnsla persónuupplýsinga um viðskiptavini okkar/notendur þjónustu 1819

Þegar þú hringir eða sendir SMS til 1819

Þegar þú hringir eða sendir okkur SMS þá munum við vista símanúmerið þitt, beiðni þína og afgreiðslu hennar. Þetta er m.a. gert í þeim tilgangi að geta reiknað út gjald fyrir þjónustuna og kostnað. Vinnslan er nauðsynleg til að efna samning okkar við þig.

Þegar þú hefur samband vegna þjónustu okkar við viðskiptavini

Þegar fyrirspurn þín snýr að þjónustu okkar við viðskiptavini þá munum við vista upplýsingar um samskipti okkar við þig, þína fyrirspurn, afgreiðslutíma, athugasemdir og niðurstöðu. Vinnslan er nauðsynleg til að geta efnt samning okkar við okkar viðskiptavini.

Þegar þú notar forritin okkar

Við höfum ókeypis forrit (app) sem er tiltækt fyrir IOS og Android.

Allar leitir sem framkvæmdar eru á 1819.is eða í App-inu verða skráðar en þær skrár munu ekki gera okkur kleift að tengja leitina við tækið eða leitina. Þegar þú leitar í forritinu er spurt hvort þú viljir leyfa aðgang að staðsetningu tækisins. Staðsetningin er aðeins notuð til að gefa þér besta svarið að teknu tilliti til staðsetningar og er ekki vistuð, s.s. upplýsingar um rauntíma, leiðarlýsingar og möguleika á að veita þér upplýsingar og tilboð frá viðskiptavinum okkar. Fyrir leit er innskráningar leitarinnar vistuð sem nálægð, sjálfvirk og handvirk leit en ekki sem tilteknar leitir og leitarniðurstöður. Vinnslan er nauðsynlegt á grundvelli þínu samþykki.

Þegar þú býrð til MINN AÐGANGUR

Minn aðgangur er innskráningarþjónustan okkar þar sem þú getur uppfært þær upplýsingar um þig sem birtast í þjónustum okkar. Í fyrsta sinn sem þú skráir þig inn hefur þú þrjá möguleika: Ef þú ert þegar með símanúmerið þitt skráð hjá 1819.is geturu skráð þig inn með símanúmeri og kennitölu, þú getur einnig skráð þig inn með facebook þar sem þú  skráir inn kennitölu og facebook samþykki og þú getur einnig notað íslykill til þess að skrá þig inn. Þessar upplýsingar birtast ekki í leitarniðurstöðum okkar, en eru nauðsynlegar svo þú getir skráð þig og við átt samskipti við þig. Upplýsingar og myndir sem þú skráir eða breytir munu bættast við þá vinnslu, skráningu og birtingu með sama hætti og aðrar þær persónuupplýsingar sem við höfum um þig samkvæmt öðrum heimildum. Notkunarskilmálar fyrir MINN AÐGANGU eru Í lið 3 í skilmálanum „Skráningar á 1819 og notkun“

Þegar þú notar vefsíðu okkar

Við notum smákökur á vefsíðuni. Smákökur eru smærri textaskrár sem eru geymdar í vafranum þínum og gerir þjónustunni kleift að muna eftir þér þegar þú skráir þig inn.

Nánar upplýsingar um notkun okkar á smákökum má finna í lið 18 í skilmálum okkar undir „Notkun á 1819.is“

Veiting upplýsinga til þriðja aðila

Persónuverndarstefnan nær ekki til upplýsinga eða vinnslu þriðju aðila og við höfum enga stjórn né berum ábyrgð á notkun eða birtingu þeirra. Dæmi um þriðju aðila sem gætu vísað á okkur eru t.d. Facebook , Google, Apple og Microsoft.

1819 getur veitt upplýsingar um leitarniðurstöður þínar í þjónustum og vörum 1819. Slík gögn kunnum við einnig að veita samstarfsaðilum okkar í þeim tilgangi að sýna fram á áhuga á tiltekinni auglýsingu eða herferðar

Þá kann heimasíða okkar og app að hafa slóðir á aðrar ytri vefsíður. Við berum enga ábyrgð á persónuverndarstefnu eða framkvæmd á heimasíðum þriðja aðila sem þú ákveður að heimsækja með því að velja tengil á ytri heimasíðu af heimasíðu okkar. Við hvetjum þig til að skoða persónuverndarstefnu og upplýsingar um smákökur á öðrum heimasíðu svo þú hafur upplýsingar um hvernig þær  safna saman, nota og dreifa persónuupplýsingum.

Opinber yfirvöld

1819 getur veitt persónuupplýsingar til þriðja aðila, svo sem lögreglu eða annars opinbers yfirvalds, ef um er að ræða sakamálsrannsóknir eða þar sem 1819 er annars skylt að veita slíkar upplýsingar samkvæmt lögum eða ákvörðun opinberra yfirvalda

Öryggi upplýsinga

1819 leggur mikið upp úr öryggi persónuupplýsinga og erum með reglulegt eftirlit sem á að tryggja að ávalt séu gerðar viðeigandi öryggisráðstafanir. Ef öryggisbrot verður munum við tilkynna þér eins fljótt og auðið er ef öryggisbrotið snertir þín persónulegu gögn t.d. ef gögn um þig eyðast óviljandi eða með ólögmæddum hætti.

Þinn réttur

Þú hefur rétt á að fá upplýsingar um þig með því að senda okkur tölvupóst á 1819@1819.is . Í því felst að þú átt rétt á að vita hvaða persónuupplýsingar eru skráðar um þig og hvernig þær voru skráðar, fá upplýsingar hvernig persónuupplýsingar þínar eru unnar, senda beiðni um að persónuupplýsingar þínar séu uppfærðar eða leiðréttar, beiðni um að persónuupplýsingum um þig sé eytt, takmarka hvernig persónuupplýsingum um þig séu unnar, fá afhentar persónuupplýsingar sem þú hefur látið 1819 fá og afturkalla samþykki þitt til vinnslu.

Ef þú ert ósammála því hvernig við vinnum persónuupplýsingar þínar þá getur þú sent kvörtun til Persónuverndar. Við vonum þó að þú hafir fyrst samband við okkur fyrst svo að við getum endurskoðað andmæli þín og leyst málið ef það byggir á misskilningi.

Vinsamlegast athugaðu einnig að það eru ýmsar takmarkanir á réttindum hér að framan, þannig að okkur ber að framkvæma mat á hverri beiðni. Við munum svara fyrirspurn þinni eins fljótt og auðið er og venjulega innan eins mánaðar.  

Persónuvernd barna

Í nýjum lögum um persónuvernd eru gerðar sérstakar kröfu um vinnslu persónuupplýsinga um börn. Í byrjun munum við ekki vinna úr upplýsingum um einstaklinga undir 13 ára aldri, nema með samþykki forsjáraðila. Ef þú verður var við að barnið þitt hafi veitt okkur persónuupplýsingar án þíns samþykkis þá skalt þú hafa strax samband við okkur. Ef við finnum upplýsingar um börn munum við eyða þeim um leið.

Viðkvæmar persónuupplýsingar

Við söfnum aldrei eða vinnum persónuupplýsingar sem kunna að teljast viðkvæmar, svo sem upplýsingar um heilsufar þitt, trúarbrögð eða stjórnmálaskoðanir.

Varðveisla persónuupplýsinga

Við varðveitum persónuupplýsingar svo lengi sem nauðsynlegt er samkvæmt samningi, leiðir af ákvæðum laga eða af öðrum nauðsynlegum ástæðum, s.s. vegna kvartana eða annarra krafna.

Breytingar á persónuverndarstefnu 1819

Persónuverndarstefnan kann að taka breytingum vegna nýrra lagafyrirmæla eða túlkunar eftirlitsstofnanna. Við mælum því með því að þú kynnir þér reglulega persónuverndarstefnu 1819.

Samþykkt í júlí 2018

Ábyrgðaraðili

Ábyrgðaraðili er 1819 – Nýr valkostur ehf., Akralind 6, 201 Kópavogi, kt. 450314-1020 og hægt er að hafa samband með því að hringja í síma 546-1819, senda erindi í gegnum heimasíðuna eða með tölvupósti á 1819@1819.is.

Persónuverndarfulltrúi

Kristófer Fannar Gunnarsson, er persónuverndarfulltrúi 1819. Hægt er að hafa samband við Kristófer með því að hringja í síma 546-1819 eða senda tölvupóst á tölvupóstfangið kristo@1819.is

Um 1819.is

1819 - Nýr valkostur ehf. er öflugt og framsækið þjónustufyrirtæki sem býður góða þjónustu hvað varðar miðlun upplýsinga og upplýsingalausnir. Félagið var stofnað árið 2014. 1819 - Nýr valkostur ehf. rekur m.a. upplýsinganúmerið 1819 og vefsíðuna 1819.is og heldur uppi gagnagrunn með upplýsingum um einstaklinga og fyrirtæki.