English

Greiðsluskilmálar

1. Skráningakröfur eru innheimtar og mótteknar af viðskiptabanka 1819. Viðskiptavinir fá reikninga í rafrænu formi í netbanka nema samkomulag sé um annað.

2. Eindagi reikninga er minnst 7 dögum eftir gjalddaga. Sé reikningur greiddur eftir eindaga greiðir viðkomandi viðskiptavinir dráttarvexti frá gjalddaga til greiðsludags skv. III. kafla laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001, auk þess að 700 kr. gjald vegna innheimtuviðvörunar leggst á kröfu við útsendingu 2 dögum eftir eindaga. Þá er innheimt útskriftargjald af hverri kröfu samkvæmt verðskrá viðskiptabanka 1819.

3. Viðskiptavinur ber fulla ábyrgð á greiðslum vegna notkunar á þjónustu. Reikninga ber að greiða á gjalddaga.

4. Athugasemdir skulu gerðar við útgefna reikninga án tafar og eigi síðar en á eindaga, ella telst reikningur samþykktur. Ef athugasemdir berst of seint eða eftir eindaga mun 1819 meta þær athugasemdir og taka afstöðu til þeirra. Það sama á við þegar um endurnýjun skráninga á sér stað, þá eru gefnir út reikningar með sama gjalddaga og við upphaf skráningar.

5. 1819 hefur samið við innheimtu-/lögfræðifyrirtækið Inkasso varðandi milliinnheimtu og löginnheimtu. Kostnaður er þá samkvæmt verðskrá Inkasso. Ef athugasemdir berast vegna hennar mun 1819 taka afstöðu til þeirra í samráði við viðkomandi fyrirtæki.

6. Að öðru leyti er vísað í skilmála 1819 sem kveða á um notkunarreglur fyrir vörur og þjónustu 1819, þ.m.t. skráningu og miðlun upplýsinga um einstaklinga og fyrirtæki.

Um 1819.is

1819 - Nýr valkostur ehf. er öflugt og framsækið þjónustufyrirtæki sem býður góða þjónustu hvað varðar miðlun upplýsinga og upplýsingalausnir. Félagið var stofnað árið 2014. 1819 - Nýr valkostur ehf. rekur m.a. upplýsinganúmerið 1819 og vefsíðuna 1819.is og heldur uppi gagnagrunn með upplýsingum um einstaklinga og fyrirtæki.