Fyrirtækið

Notkunarskilmálar

Eftirfarandi skilmálar eiga við um vörur og þjónustu 1819, þ.m.t. skráningu og miðlun upplýsinga um einstaklinga og fyrirtæki.

Með því að kaupa vörur eða nýta þjónustu 1819, þ.m.t. með því að hringja í 1819, nota 1819 appið eða fara á heimasíðuna www.1819.is, samþykkir þú, sem notandi, efni skilmálanna.

1819 notar þjónustur Google Analytics og Facebook Pixel til að greina umferð um miðla 1819 og birta notendum sérsniðnar auglýsingar. Þessar þjónustur safna upplýsingum nafnlaust og gefa skýrslur um þróun á vefsvæðum, án þess að greint sé frá stökum notendum eða persónuupplýsingum.

Notkun og skráningar á 1819.

Öllum einstaklingum og lögaðilum er heimilt að skrá sig sem notanda á vefinn 1819.is. Allar innskráningar inn á vef 1819, skráningar á vefsíðu 1819.is og breytingar á skráningu, eiga ávallt að vera staðfestar með Íslykli Þjóðskrár Íslands, með rafrænum skilríkjum eða eftir staðfestingarleið þar sem hægt er að staðfesta að réttur notandi á við. Með þessu vill 1819 tryggja að það sé rétthafi, þ.e. handhafi símanúmers sem framkvæmi skráningu, og til að tryggja rekjanleika við skráningu og breytingar. Óheimilt er að framkvæma skráningu, hvort heldur sem er skráning á grunnupplýsingum eða viðbótarupplýsingum, ef sá sem framkvæmir skráningu er ekki rétthafi viðkomandi upplýsinga.

Því til viðbótar er aðilum heimilt að skrá, eða uppfæra, grunnupplýsingar eða viðbótarupplýsingar.

Rétthafar símanúmera sem eru í símaskrá bera sjálfir ábyrgð á því að réttar upplýsingar um þá séu skráðar á miðlum 1819. Rétthafar skrá sig inn með rafrænum skilríkum eða með Íslykli inná innskráningarvef www.1819.is

1819 áskilur sér rétt til að eyða út skráningu ef hún brýtur í bága við skilmála þessa eða ef 1819 telur að skráningin samræmist ekki lögum. Skráning er ávallt á ábyrgð þess aðila sem skráir. 1819 ber að upplýsa um gildandi gjaldskrá á vefnum.

Óheimilt er að skrá sömu skráninguna oftar en einu sinni og notanda er aðeins heimilt að nota sinn aðgang. Notanda er einnig óheimilt að gefa upp notandanafn og lykilorð til þriðja aðila. 

Höfundarréttur 1819, kortavefur og gagnagrunnur.

1819 á höfundarréttinn af öllum þeim upplýsingum og gögnum sem fram koma á vef 1819, nema annað sé sérstaklega tekið fram eða leiða megi af eðli máls. Skriflegt samþykki 1819 þarf til að endurbirta upplýsingar sem fram koma á vef 1819, dreifa þeim eða afrita þær, í heild eða hluta, hvort heldur sem er með skjámyndum, prentun eða á annan sambærilegan hátt. Ekki skiptir máli hvers eðlis umræddar upplýsingar eru né í hvaða tilgangi ætlunin er að endurbirta þær, afrita eða dreifa. Í því felst m.a. að óheimilt er án skriflegs leyfi 1819 að (a) afrita, breyta, dreifa, leigja, lána, selja, markaðssetja, gefa út eða framleiða nokkurt efni sem byggir á efni 1819, þ.m.t. gagnagrunni eða kortavef, (b) afkóða, eða á annan hátt reyna að komast að frumkóða gagnagrunns 1819, þ.m.t. gagnagrunn og kortavef, að hluta eða í heild, til samnýtingar með öðrum vörum eða forritum, þ.m.t. leiðsögutækjum og smáforritum eða (e) nota upplýsingar 1819, þ.m.t. gagnagrunn og kortavef 1819, til að útbúa gagnagrunna, t.d. af stöðum eða öðrum skráningum.

Kort á kortavef 1819 eru í eigu Mapbox

Með notkun á kortavef 1819 á vefsvæði 1819.is samþykkir notandi skilmála þessa og skilmála Mapbox, sem og hugverkarétt Mapbox. Innihald kortanna er byggt á nánar tilgreindum gagnasöfnum sem kunna að vera í eigu þriðja aðila.

Allur réttur að þjónustu kortavefs 1819 er áskilinn 1819 og eignarréttur að tilgreindum gagnasöfnum er í eigu ofangreindra aðila en höfundar- og eignarréttur kortavefs 1819 er í eigu 1819, nema annað sé tekið fram.

Breytingar á skilmálum.

1819 áskilur sér rétt til að ákvarða einhliða þjónustu 1819 og breyta skilmálum án fyrirvara. Eru notendur 1819 hvattir til það kynna sér skilmálana eins og þeir eru á hverjum tíma.

Fyrirvarar.

1819 ber hvorki ábyrgð á tjóni sem rekja má beint eða óbeint til notkunar á vef og appi 1819 né tjóni sem rekja má til þess að ekki var hægt að nota vefinn eða appið um skemmri eða lengri tíma.

Þá ber 1819 ekki ábyrgð á tjóni sem orsakast beint eða óbeint vegna bilunar í tölvubúnaði og/eða hugbúnaði 1819 eða notenda, eða af öðrum orsökum sem kunna að valda því að upplýsingar séu ekki réttar eða notandi nái ekki að tengjast þjónustu 1819 hvort sem er í gegnum vefsíðu eða app.

1819 ábyrgist ekki að upplýsingar sem birtast á www.1819.is eða í appi, séu réttar. 1819 ábyrgist ekki efni sem upprunnið er hjá þriðju aðilum og birt er á vefnum. 1819 áskilur sér rétt til þess að breyta innihaldi síðunnar 1819.is og í appi, á hvaða hátt sem er og hvenær sem er, í hvaða tilgangi sem er, án fyrirfram tilkynningar og tekur ekki ábyrgð á neinum hugsanlegum afleiðingum slíkra breytinga. 1819 ber enga ábyrgð á óþægindum sem notendur þjónustunnar kunna að verða fyrir við notkun á vörum 1819.