Karitas hjúkrunar- og ráðgjafarþjónusta - 1819 miðlar
Karitas hjúkrunar- og ráðgjafarþjónusta logo
Karitas hjúkrunar- og ráðgjafarþjónusta
Þjónusta
Ármúla 9
108 Reykjavík
Vegvísun
Nánari upplýsingar

Af hverju Karitas?

Karitas getur aðstoðað þig og fjölskyldu þína við að bæta lífsgæði og dvelja heima. Það gerum við með því að miðla þekkingu og úrræðum, veita stuðning og viðeigandi hjúkrunarmeðferð.

 

 

 


Sérhæft eftirlit og einkennameðferð

Eftirlit með einkennum er eitt lykilatriða til að bæta líðan og auka lífsgæði.

Lesa meira

Lyfjanotkun er óhjákvæmilegur fylgifiskur krabbameina og meðferða

Hjúkrunarfræðingar Karitas bjóða upp á umsjón með lyfjum, lyfjatiltekt í vikubox og lyfjapöntun. Lyfjapantanir eru ávallt í samráði við lækni hvers sjúklings

Lesa meira

Að geta sinnt daglegri umönnun er öllum mikilvægt.

Við bjóðum upp á aðstoð við helstu þætti daglegrar umönnunar. Einnig skipuleggjum við aðkomu annarrar þjónustu til dæmis heimahjúkrunar og félagsþjónustu.

Lesa meira

Meðferð sára, fræðsla og kennsla

Við bjóðum upp á sáraskiptingar heima ásamt fræðslu og kennslu varðandi eigin sáraumhirðu. Við leitum úrræða og fáum ráðleggingar hjá bestu sérfæðingum á sviði sárameðferða.

Lesa meira

Endurhæfing og sjúkraþjálfun

Krabbameinsendurhæfing er tímabundið ferli sem kemur í veg fyrir og dregur úr líkamlegum, sálrænum og félagslegum afleiðingum krabbameins.

Heimasjúkraþjálfun og sogæðanudd er eitt af því sem er í boði fyrir skjólstæðinga okkar

Lesa meira

Fræðsla, stuðningur og ráðgjöf

Með fræðslu, stuðningi og oft verklegri kennslu öðlast sjúklingurinn og fjölskylda hans verkfæri í hendur til að halda áfram og takast á við ný verkefni.

Lesa meira

Hjálpartæki og fyrirkomulag heima

Hjálpartæki og fyrirkomulag heima getur skipt sköpum að bæta aðgengi, öryggi og vellíðan. Við skoðum aðstæður heima, veitum ráðleggingar og metum þörf fyrir hjálpartæki.

Lesa meira

Samhæfing meðferðar

Hjúkrunarfræðingar Karitas geta verið tengiliðir skjólstæðinga sinna við aðrar fagstéttir og nærumhverfið.

Lesa meira


 

Minningarsjóður Karitas

Sjóðurinn er í eigu Karitas ehf., hjúkrunar- og ráðgjafarþjónustu

 

Markmið og hlutverk sjóðsins er:

  • Að stuðla að framhalds- og símenntun í líknarmeðferð fyrir hjúkrunarfræðinga hjá Karitas.
  • Að sjá þjónustunni fyrir nauðsynlegum tækjabúnaði.
  • Að veita fátækum skjólstæðingum þjónustunnar fjárstyrki.
  • Að styrkja börn skjólstæðinga Karitas sem missa foreldra sína úr krabbameini.
  • Að styðja við rekstur vefsíðu Karitas www.karitas.is

 

Karitas selur kort, kerti og barnabókina „Krabbameinið hennar mömmu“ til styrktar Minningarsjóði.