Þjónustur
Bein símasala
Bein símasala er einn partur af þeim verkefnum sem að úthringiver 1819 tekur að sér. Úthringiverið sinnir hverskyns verkefnum sem snúa að sölu fyrir góðgerðarfélög, fyrirtæki og félagasamtök sem þurfa að ná til ákveðins markhóps, auka vitund landsmanna um starfsemi sína eða stækka hóp viðskiptavina. Einnig kynnum við vörur og þjónustu sem fyrirtæki bjóða upp á.
Dæmi um verkefni sem falla í flokk beinnar símasölu:
- Bókun sölumanna á fundi
- Söfnun netfanga fyrir markpóstaherferðir
- Eftirfylgni markpósta
- Upplýsingaöflun fyrir uppfærslur viðskiptavinaskrár
- Söfnunarátök
- Kynningarherferðir á vörum og þjónustu
1819 útbýr klæðskerasniðnar lausnir beinnar símasölu fyrir hvert og eitt fyrirtæki, því verkefnin eru jafn ólík og þau eru mörg. Sparaðu fyrirtæki þínu tíma og peninga með því að nýta þér úthringiver 1819 og náðu betri árangri!