Vox Veitingahús - Hilton Vox - 1819 miðlar
Vox Veitingahús - Hilton Vox logo
Vox Veitingahús - Hilton Vox
Veitingastaður
Suðurlandsbraut 2
108 Reykjavík
Vegvísun
Nánari upplýsingar

UM VOX RESTAURANT

VOX Restaurant er glæsilegur veitingastaður með úrval litríkra rétta. Áherslan er á fallegar máltíðir úr nærtæku norrænu hráefni og umhverfi. Við erum í góðu sambandi við íslenska bændur og aðra er sjá um að útvega okkur ferskt gæðahráefni. Kraumandi metnaður matreiðslumeistaranna ljær réttunum heimsborgaralegt yfirbragð, en útfærslan er frumleg og þjónustan fagleg og persónuleg.

VOX er opið frá morgni til kvölds og eru bæði nútímalegt hádegishlaðborðið á virkum dögum og brunchinn um helgar og hátíðisdögum löngu orðin vel þekkt. Borð fyrir einn, tvo eða heilan hóp, á VOX er allt sem þarf, hvort sem er fyrir notalega kvöldstund eða hressandi hádegisfund. Þá sér VOX á vettvangi um að koma með matinn til þín við hvaða tækifæri sem er.

Á VOX starfar teymi töframanna sem laðar fram það besta úr hráefni og umhverfi. Yfirmatreiðslumeistarinn Fannar Vernharðsson er hugmyndaríkur og þaulreyndur þegar kemur að matreiðslu og útfærslu glæsilegra rétta. Páll Hjálmarsson veitingastjóri VOX er framúrskarandi á sínu sviði og sér um  að stemningin sé afslöppuð, einstök og eftirminnileg fyrir fleira en bragðgæðin.

VOX er með skarpa vínsmakkara og ráðgjafa sem sjá til þess að vín og matur fari ævinlega vel saman en við bjóðum upp á einn stærsta og metnaðarfyllsta vínlista landsins.

Hefurðu hug á að halda veislu eða ertu með spurningu? Hafðu samband við Pál Hjálmarsson veitingastjóra og fáðu aðstoð.

 

 

VOX Restaurant

Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík

Sími 444 5050

vox@vox.is