Vefsíða
Netfang
Merkingar
Nánari upplýsingar

Hlutverk og framtíðarsýn
Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu
Nánar:
- VIRK skipuleggur, fjármagnar og hefur umsjón með störfum ráðgjafa, sérfræðinga og þjónustuaðila sem koma að mótun og framkvæmd einstaklingsmiðaðra áætlana í starfsendurhæfingu
- VIRK metur raunhæfi starfsendurhæfingar og starfsgetu einstaklinga sem búa við skerta starfsgetu vegna heilsubrests
- VIRK nýtir þekkingu, rannsóknir og reynslu til að tryggja samþætta, árangursríka og örugga þjónustu á sviði starfsendurhæfingar og starfsgetumats
- VIRK stuðlar að auknum rannsóknum og þróun á sviði starfsendurhæfingar
- VIRK stuðlar að samstarfi mismunandi aðila sem koma að starfsendurhæfingu einstaklings
VIRK vinnur með fagaðilum, fyrirtækjum og stofnunum að því skapa fjölbreytt tækifæri fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu á vinnumarkaði
Um VIRK - Starfsendurhæfingarsjóð gilda lög um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða 60/2012. Lögin má finna hér á heimasíðu Alþingis.
Framtíðarsýn VIRK
- VIRK hefur í samstarfi við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir skilað samfélagslegum ávinningi með aukinni þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði
- Samræmt starfsgetumat er grunnur að ákvarðanatöku varðandi vinnugetu einstaklinga
- Almenningur, fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld eru vel upplýst um ávinning af starfsemi VIRK
- VIRK er virt þekkingarsetur og leiðandi í rannsóknum og þróun á sviði starfsendurhæfingar
Hér má finna afrakstur stefnumótunarvinnu VIRK og upplýsingar um helstu þætti í starfsáætlunar fyrir 2016 og sjá má helstu niðurstöður samanteknar í bæklingnum VIRK framtíð.
VIRK
Opnunartími skrifstofu: 9:00 - 16:00
Guðrúnartún 1 | 105 Reykjavík sími 535 5700 Kt. 440608-0510 virk@virk.is