Útfararþjónusta Rúnars Geirmundssonar - 1819 miðlar
Útfararþjónusta Rúnars Geirmundssonar logo
Útfararþjónusta Rúnars Geirmundssonar
Útfararþjónustan
Þverholt 30
105 Reykjavík
Vegvísun
Nánari upplýsingar

Útfarþjónusta Rúnars Geirmundssonar

Traust og faglegt fjölskyldufyrirtæki í 25 ár.

 

Útfararþjónusta Rúnars Geirmundssonar er stofnuð árið 1990 og er elsta starfandi útfararþjónustan á höfuðborgarsvæðinu. Rúnar hefur alla tíð veitt fyrirtækinu forstöðu sem framkvæmdastjóri þess og útfararstjóri. Útfararþjónustan er í eigu Rúnars og eiginkonu hans, Kristínar Sigurðardóttur, og starfa synir þeirra Elís og Sigurður þar ásamt föður sínum.

 

Við höfum áratuga reynslu við að annast alla þætti útfararþjónustu. Hægt er að hafa samband allan sólarhringinn alla daga ársins.

Sími: 567-9110

Netfang: utfarir@utfarir.is

 

Hlýja, auðmýkt og virðing er okkar leiðarljós. Við tökum tillit til þess að fólk er í sárum eftir ástvinamissi. Okkar markmið er að veita framúrskarandi og persónulega þjónustu á sanngjörnu verði.

 

Formaður Félags íslenskra útfararstjóra

Ásamt daglegum störfum við hefðbundna útfararþjónustu er Rúnar Geirmundsson formaður Félags íslenskra útfararstjóra. Félagið hefur verið starfrækt í á annan áratug og hefur Rúnar verið formaður þess allt frá upphafi. Aðal tilgangur félagsins er skapa vettvang til að halda utan um siðreglur útfararstjóra. Sem formaður heldur Rúnar utan um fundastarf og framfylgir reglum og samþykktum aðalfunda.