Vefsíða
Netfang
Kort
Hleð korti inn...
Merkingar
Nánari upplýsingar
Ástvinamissir er alltaf erfið reynsla og enginn er fyllilega búinn undir slíkt áfall, hversu langur sem aðdragandinn kann að hafa verið. Spurningar leita á hugann um næstu skref við undirbúning kveðjustundar og þau atriði sem þarf að huga að fram að útför. Þar kemur margra ára reynsla okkar að notum ykkur til handa.
Hvernig getum við aðstoðað?
- Við fundum með aðstandendum til skipulagningar og undirbúnings útfarar.
- Við sjáum um að flytja hinn látna frá dánarstað í líkhús, kistulagningu, útför og legstað.
- Við höfum samband við prest/athafnarstjóra sé þess óskað.
- Fund með aðstandendum til skipulagningar.
- Sjáum um að tilkynna andlát í fjölmiðlum.
- Við önnumst umbúnað í kistu, kistulagningu, útför, jarðarför og eða bálför.
- Kistulagningu, útför, jarðarför og/eða bálför.
Eftir óskum aðstandenda önnumst við og aðstoðum við val á:
- Kistum og duftkerum.
- Kirkju eða annars útfararstaðar.
- Ráðningu tónlistarfólks í kistulagningu og útför.
- Prentun á sálmaskrá og myndum.
- Streymisþjónustu.
- Legstaða í kirkjugarði
- Kross á leiði og uppsetningu hans eftir greftrun