Vefsíða
Netfang
Merkingar
Vörumerki
Nánari upplýsingar
Um okkur
Í apríl 2002 hóf Birna Böðvarsdóttir sölu á EVANS hreingerningarvörum til að skapa sér atvinnu.
Reksturinn sem var ekki mjög blómlegur í fyrstu byrjaði í bílskúr á Klettastíg 1 á Akureyri, en tröllatrú Birnu á EVANS vörunum gaf henni kjark sem fleytti henni yfir erfiðasta hjallann.
Fljótlega fóru vörurnar frá EVANS að seljast og Birna að taka að sér þrif ásamt sölumennskunni.
Sveinn Rúnar eiginmaður Birnu kom þá inn í reksturinn sem jókst og blómstraði með degi hverjum og í desember árið 2005 flutti Þrif og ræstivörur
starfsemi sína í eigið húsnæði að Frostagötu 4 c þar sem það er í dag og er nú með rúmlega 40 starfsmenn í vinnu.
Sá fjöldi fyrirtækja sem versla við Þrif og ræstivörur er besta auglýsing fyrirtækisins. Kjörorð þeirra er ,,MEÐ ALLT Á HREINU...’’ og stendur fyrirtækið svo sannarlega undir því!
Við bjóðum upp á
- Dagleg eða regluleg þrif.
- Aðalhreingerningar.
- Viðhald gólfefna.
- Bónleysing og bónun gólfefna.
- Salernis og kísilhreinsun.
- Teppa og flísahreinsun.
- Þrif eftir iðnaðarmenn.
- Bruna og vatnstjónaþrif.
- Veggja, loft, ljósa og gluggaþrif.
Markmið okkar er að veita okkar viðskiptavinum ávalt: - Persónulega og góða þjónustu.
- Hámarksgæði og árangur.
ÞRIF OG RÆSTINGAR
Gerum föst verðtilboð í öll verk stór eða smá þér að kostnaðarlausu.
Í glæsilegri verslun okkar er sala á hreinlætisvörum og áhöldum til ræstinga.
Verslun okkar er staðsett að Frostagötu 4c 603 Akureyri.