Þitt Öryggi ehf. - 1819 miðlar
Merkingar
Þjónustur
Nánari upplýsingar

Þitt öryggi sérhæfir sig í að útfæra öryggisferla og námskeið í sjálfsvörnum á vinnustað. Umsjónarmenn námskeiða búa yfir áratugs þekkingu í félagsþjónustu og sjálfsvörnum. Okkar starf er að sérsníða námskeiðin eftir vinnustöðum, en vinnuumhverfi eru fjölbreytt og því er ekki hægt að ætlast til að allir sæki sér sama námskeiðið. Þitt öryggi hefur verið starfandi frá árinu 2017 og þróað fjöldann allan af námskeiðum t.a.m. í búsetukjörnum fyrir börn og ungmenni með fjölþættan vanda og á starfsstöðum í félagsþjónustu. Okkar sýn er sú að allir skuli sækja sér námskeið sem að henti þeirra starfsstað. 

Öryggisferlar: 

Eru í fyrirlestrar formi þar sem að farið er yfir öryggisatriði, varúðarráðstafanir og notkun á tengslamyndandi nálgun. Umsjónarmenn námskeiða hafa réttindi sem leiðbeinendur í tengslamyndandi nálgun undir Circle of Security international.

 

Sjálfsvarnarnámskeið:

Á námskeiðunum er farið yfir grip og fastatök sem að starfsmenn gætu þurft að nýta sér í neyð, eða ef til líkamlega átaka kemur. Námskeiðin eru sérsniðin að hverjum og einum vinnustað fyrir sig.