Vefsíða
Netfang
Merkingar
Vörumerki
Nánari upplýsingar
Stoð hf er rótgróið þjónustufyrirtæki á heilbrigðissviði.
Stoð hefur verið leiðandi í þjónustu við einstaklinga sem þurfa á hjálpartækjum að halda. Mikil áhersla er lögð á faglega samvinnu.
Við erum í samstarfi við aðila í heilbrigðisþjónustu s.s. sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, bæklunarlækna o.fl. Þessi samvinna auðveldar okkur að finna bestu heildarlausnirnar fyrir skjólstæðinga okkar.
Hjá Stoð vinna 6 stoðtækjafræðingar auk stoðtækjasmiða, bæklunarskósmiða og annars sérþjálfaðs starfsfólks.
Við smíðum allskyns spelkur og gervilimi, sérsmíðum skó, útvegum tilbúna bæklunarskó og innlegg bæði sérsmíðuð og aðlöguð. Við aðstoðum fólk við val á hjálpartækjum, s.s hjólastólum, vinnustólum, göngugrindum, barnakerrum, sjúkrarúmum og baðhjálpartækjum.
Við seljum gervibrjóst og hárkollur,eftiraðgerðarföt vegna lýtaaðgerða, sjúkrasokka, bæði flat og hringsaum, þrýstings og brunaumbúðir, tilbúnar spelkur, íþróttafatnað og hvers kyns hlaupavörur svo eitthvað sé nefnt.
Einnig smáhjálpartæki til notkunar í daglegu amstri s.s. borðbúnað, hneppara, krukkuopnara, griptangir og ýmislegt fleira. Stoð er með starfstöð í Trönuhrauni 8 í Hafnarfirði. Auk þess þjónustar Stoð á Akureyri, Ísafirði, Húsavík, Egilsstöðum, Selfossi, Hveragerði og í Vestmannaeyjum.
Opnunartími: Í Trönuhrauni 8, Hafnarfjörður frá 8 - 17 virka daga
Hafa samband:
S. 565 2885
Fax 565 1423
stod@stod.is
www.stod.is