Vefsíða
Netfang
Nánari upplýsingar
Slippbarinn er staðsettur á Icelandair hótel Reykjavík Marina.
Á Slippbarnum er bæði notalegt og skemmtilegt að setjast niður einn eða í góðum félagsskap. Fáðu þér kaffi og köku á kaffihúsinu í skemmtilegri stemmningu þar sem litrík veggfóður, fersk blóm og skemmtilegir antíkmunir, í bland við nýstárlega hönnun, halda veislu fyrir bæði augu og munn. Við berum fram staðgóðan morgunverð frá kl. 07:00 til kl. 10:00 alla daga og við erum með sérstakan matseðil í hádeginu á hagstæðu verði. Brunch-inn okkar er saga til næsta bæjar með sínum ferska en gómsæta léttleika.
Eða... finndu stuðið í þér við barinn og veldu þér drykk af glæsilegum vín og kokteillista og njóttu fjölbreyttra viðburða sem haldnir eru reglulega í tengslum við það sem er að gerast í Reykjavík hverju sinni. Pantaðu bragðgóða rétti af matseðlinum okkar. Ferskur og hollur kostur sem er í boði langt fram á kvöld.