Prentmet Oddi - 1819 miðlar
Prentmet Oddi logo
Prentmet Oddi
Hraði - gæði og persónuleg þjónusta í 20 ár
Prentun
Lynghálsi 1
110 Reykjavík
Vegvísun
Nánari upplýsingar



Prentmet er ein framsæknasta prentsmiðja landsins með alhliða þjónustu og frábært starfsfólk.

Helstu einkenni Prentmets eru hraði, gæði og persónuleg þjónusta. Fyrirtækið er þekkt fyrir að leysa málin og standa við gefin loforð.

Stefnt er að því að ná sterkri markaðshlutdeild til að tryggja eðlilega samkeppni, hátt þjónustustig og faglegan metnað.

Prentmet byggir á sterkri liðsheild starfsfólks, nýjustu tækni og með markvissri sókn heldur fyrirtækið áfram að styrkja stöðu sína á markaðnum.

 

 

Hvernig þjónustu veitir Prentmet Oddi ?

Þjónusta Prentmets byggir á skipulögðum verkferlum, vel þjálfuðu starfsfólki og fullkomnasta tækni- og vélabúnaði sem völ er á í heiminum. Fyrirtækið leggur metnað sinn í að skapa góð og persónuleg tengsl við viðskiptavini fyrirtækisins.

Hjá Prentmeti hefur þú þinn eigin sölu- og þjónustufulltrúa sem tengir þig og þínar kröfur við framsækið og metnaðarfullt fagfólk. Sölufulltrúar okkar veita þér ráðgjöf og þjónustu alla leið frá hugmynd að fullunnu verki. Þeir bregðast skjótt við óskum og fyrirspurnum þínum, eru fljótir að gera tilboð og sjá til þess að vara verði afhent á réttum tíma, vel frágengin.

Sölufulltrúar Prentmets gera raunhæfar áætlanir, sem standast.


Prentmet Oddi ehf.

Lynghálsi 1
110 Reykjavík