Vefsíða
Netfang
Merkingar
Nánari upplýsingar
Um skólann
Í tengslum við hægri breytinguna árið 1968 hóf Ökukennarafélag Íslands rekstur ökuskóla og stafaði skólinn undir nafni Fræðslumiðstöðvar Ökukennarafélags Íslands og var til húsa að Stigahlíð 45. Þar var boðið upp á Hapag-Truck-256námskeið til undirbúnings almennu ökuprófi og síðar námskeið fyrir létt bifhjól og dráttarvélar. Árið 1983 flutti Ökukennarafélagið starfsemi sína í Þarabakka 3, í Mjóddinni og þar með ökuskólann líka og fljótlega var farið að kalla skólann„Ökuskólann í Mjódd“. Skólinn hefur boðið upp á námskeið til aukinna ökuréttinda frá árinu 1993 eða síðan hið opinbera hætti rekstri slíkra námskeiða. Námskeið sem undirbúa nemendur fyrir almannt ökupróf eru haldin í hverri viku allt árið um kring og einnig eru haldin námskeið fyrir ensku, pólsku og tælenskumælandi fólk þegar þátttaka er næg. Skólinn bíður upp á nám til:
- Almennra ökuréttinda á íslensku, ensku, pólsku og tælensku
- Aukinna ökuréttinda á leigubíl, vörubíl, rútu og eftirvagn
- Bifhjólaréttinda, bæði til A og M réttinda
- Leiðbeinendanámskeið fyrir leiðbeinendur í æfingaakstri
- Sérstakt námskeið vegna akstursbanns
- Námskeið fyrir afleysingamenn á leigubíl
- Námskeið vegna rekstarleyfa
- Vistakstursnámskeið
Ökuskólinn í Mjódd - Þarabakka 3 - 109 Reykjavík - 567-0300 - mjodd@bilprof.is