Vefsíða
Netfang
Kort
Merkingar
Nánari upplýsingar
Um Ó. Johnson & Kaaber - ÍSAM
Við erum framsækið fyrirtæki sem byggir á traustum grunni. Hjá okkur starfar reynslumikið starfsfólk sem sinnir bæði dagvörumarkaði og veitingageiranum.
Hér er valinn maður í hverju rúmi og liðsheildin sterk. Markmið okkar er að veita viðskiptavinum okkar bestu ráðgjöf og þjónustu sem völ er á. Gildir þá einu hvort um er að ræða sölu og dreifingu vara í smásöluverslanir eða ráðgjöf og þjónustu við veitingageirann.
Fyrirtækið á sér langa sögu og stendur á gömlum merg. ÓJ&K var stofnað árið 1906 og er þannig meðal elstu, starfandi félaga á landinu – og fyrsta íslenska heildsalan. ÍSAM – áður Íslensk ameríska – var stofnað 1964 og var brautryðjandi á ýmsum sviðum, t.a.m. með innflutningi á hreinlætis- og snyrtivörum frá bandaríska fyrirtækinu Procter & Gamble, s.s. Pampers og Always.
Fyrirtækin höfðu haslað sér völl á ýmsum sviðum heildsölu og stóðu styrkum fótum þegar ákveðið var að sameina kraftana árið 2021 og mæta tvíefld til leiks á síkvikum samkeppnismarkaði. Fyrirtækið flutti þá alla starfsemina í nýjar og glæsilegar höfuðstöðvar á Korputorgi.
Mitt 1819

