Málning - 1819 miðlar
AUGLÝSING
Nánari upplýsingar

Málning hf, sem var stofnuð 16. janúar 1953, er með alla starfsemi sína  við Dalveg 18 í Kópavogi. Fyrirtækið framleiddi og markaðssetti fyrstu vatnsþynntu málninguna hér á landi, Spred Satin, til ársins 1973, en þá tóku við af henni hinar fjölbreyttu Kópalvörur sem enn í dag eru stór hluti af vöruúrvali fyrirtækisins.  

Málning hf hefur frá fyrstu tíð lagt mikla áherslu á vöruþróun, rannsóknir og gott samstarf við erlenda framleiðendur. Innlend vöruþróun fyrir séríslenskar aðstæður er grunnurinn að flestum vörum félagsins.  Má þar nefna utanhússmálninguna Steinvara 2000, viðarvarnarfjölskylduna Kjörvara og þakmálningarnar Þol og Akrýl Þol og vatnsþynnta epoxýlakkið Epox. 

Hjá Málningu starfa að jafnaði um 40 manns. 

 

 

Viltu vita meira? Sendu tölvupóst eða hafðu samband í síma 580-6000