Vefsíða
Netfang
Merkingar
Nánari upplýsingar
Um fyrirtækið
Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas býður upp á fyrsta flokks þjónustu varðandi allt sem við kemur malbikun og gatnaframkvæmdum almennt. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á að aðstoða viðskiptavini og veita þeim faglega ráðgjöf varðandi verkefni og úrbætur, hvort sem það er fyrir einstaklinga, húsfélög, fyrirtæki, verktaka eða sveitarfélög.
Tæknimenn mæta á staðinn í úttektir og veita viðskiptavinum fyrirtækisins ráðgjöf. Fyrirtækið er staðsett í Hafnarfirði en þjónustusvæðið er alltaf að stækka. Út frá malbikunarstöðinni í Hafnarfirði eru verkefni unnin á svæðinu frá Kirkjubæjarklaustri og út fyrir Snæfellsnes. Séu verkefni fyrir utan það svæði eru þau skoðuð sérstaklega í hvert skipti og fundin lausn á þeim. Undanfarin ár hefur Hlaðbær Colas unnið að verkefnum um allt land, má þar nefna Höfn í Hornafirði, Austfirði, Siglufjörð, Akureyri og Vestfirði.
HVAÐ ER Í BOÐI?
Við bjóðum aðstoð og ráðleggingar varðandi val á lausnum fyrir viðskiptavini
Ástandsskoðanir og úttektir
Gerum verðtilboð
Malbikun gatna, bílastæða og göngustíga
Malbiksviðgerðir, sprungufyllingar og aðrar lagfæringar
Gröftur og uppúrtekt á gömlu malbiki eða steypu
Jarðvinna, lagnavinna og undirbúningur vegna malbikunar
Ýmsar gerðir af malbiki, steinefnum, bindiefnum, malbiksviðgerðarefnum og áhöld