Límtré Vírnet - 1819 miðlar
Límtré Vírnet  logo
Límtré Vírnet
Alhliða byggingarlausnir!
byggingarlausnir
Lyngháls 2
110 Reykjavík
Vegvísun
Nánari upplýsingar

Límtré Vírnet

- Framleiðsla og sala fyrir byggingariðnaðinn

 

Starfsstöðvar Límtré Vírnet eru á þremur stöðum á landinu.  Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Lynghálsi 2 í Reykjavík. Þar er staðsett hönnunar- og söludeild sem veitir faglega ráðgjöf og selur lausnir fyrir húsbyggjendur límtrés- og stálgrindahúsa, ásamt öðrum tilheyrandi lausnum. Einnig er söludeild fyrir loftræstivörur og kambstál ásamt afgreiðslu að Lynghálsi í Reykjavík.

Aðal söludeild fyrirtækisins er starfrækt í Borgarnesi, en þar er starfrækt framleiðsla á klæðningum eins og bárustáli og báruáli. Í Borgarnesi er einnig að finna járnsmiðju, blikksmiðju, beygingu á kambstáli ásamt farmleiðslu og sölu á bílskúrs- og iðnaðarhurðum.

Á Flúðum er starfrækt eina íslenska límtrésframleiðslan, þekkt fyrir gæði, áreiðanleika og góða þjónustu. Á Flúðum er einnig framleiddar steinullareiningar sem eru samlokueiningar með steinull sem einangrun.