Landvélar ehf - 1819 miðlar
Nánari upplýsingar

Slöngusmíði – sérsmíði og samsetning:

Sú starfsemi Landvéla sem er flestum kunn er smíði, pressun og samsetning á háþrýstislöngum, börkum og rörum.  

Fagleg tækniþjónusta og ráðgjöf:

Hönnum, teiknum  og smíðum háþrýst vökvakerfi, vökvadælustöðvar og skyldan búnað. 

Traustir samstarfsaðilar:

Fremst meðal jafningja eru fyrirtæki eins og Bosch Rexroth, Parker, SKF, Dunlop Hiflex, Hansa Flex,  Merlett, Kemppi, Elga og ABUS    

Sérfræðingar í legum og drifbúnaði:

Landvélar er viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili fyrir SKF drifbúnað, legur, þéttingar og smurkerfi.  Hjá SKF má einnig finna úrval sérhæfðra verkfæra fyrir legur og drifbúnað.  

Öflug þjónusta við vélsmiðjur og verkstæði:

Sem umboðsaðilar Kemppi og Elga veitum við ráðgjöf og þjónustu varðandi alla rafsuðu, suðuvélar og suðuvír ásamt viðeigandi öryggis- og hreinsibúnaði. 

Dælur í öll verk: 

Vatns-, efna-, loft- og rótordælur, ásamt háþrýstidælur og  fylgihlutir fyrir allar gerðir af dælubúnaði. 

Verkstæði í fremstu röð:

Okkar sterkasti bakhjarl er öflugt og vel tækjum búið þjónustuverkstæði, sérhæft í  smíði og viðhaldi á vökvadælum, dælustöðvum, gírum og stjórnlokum.  Þá sérsmíðum við og beygjum öll almenn háþrýstirör o.fl.  

Sterkir fyrir norðan.

Dótturfyrirtæki Landvéla á Akureyri er Straumrás hf,.  Rótgróið fyrirtæki sem þekkir sinn heimamarkað vel og nýtur nálægðar við öfluga útgerð og iðnað norðan heiða.  Straumrás er til húsa að Furuvöllum 3 á Akureyri.