Kópavogsbær - 1819 miðlar
Kópavogsbær logo
Kópavogsbær
Það er gott að búa í Kópavogi
Bæjarfélag
Digranesvegur 1
200 Kópavogur
Vegvísun
Nánari upplýsingar

Þjónusta

Hjá Kópavogsbæ er lögð áhersla á að veita íbúum eins góða þjónustu og mögulegt er. Sú þjónusta er afar fjölbreytt enda heyra stórir málaflokkar undir bæjarfélagið, svo sem grunnskólar og félagsleg þjónusta. Þá hefur verið byggt upp öflugt menningar- og íþróttastarf. Stjórnsýslan fer fram í Fannborg 2-6, á svokölluðu Torgi.

 

 

Skólar

Í Kópavogi eru níu almennir grunnskólar og einn einkaskóli. Bærinn rekur átján leikskóla, en auk þess eru tveir leikskólar með þjónustusamning við Kópavogsbæ og tveir eru einkareknir. Á sumrin tekur til starfa Vinnuskóli Kópavogs með margvísleg sumarstörf fyrir unglinga. Dægradvöl starfar við alla grunnskólana og stendur til boða fyrir börn í 1. –  4. bekk. Sérdeildir  eru starfræktar við Kópavogsskóla, Snælandsskóla og Álfhólsskóla.

 

 

Velferðarsvið

Velferðarsvið Kópavogsbæjar annast framkvæmd félagslegrar þjónustu bæjarins eins og lög og reglugerðir kveða á um og samkvæmt reglum sem bæjarstjórn setur.

Meðal verkefna velferðarsviðs eru:

 

 

Frístundir og menning

Í Kópavogi er fjölmargt og fjölbreytilegt frístundastarf fyrir alla aldurshópa sem bærinn styrkir með ýmsu móti. Meðal þess eru leikjanámskeið fyrir börn á sumrinfélagsmiðstöðvastarf fyrir unglingaungmennahús og félagsstarf fyrir eldri borgaraTómstundafélög eru margvísleg og bíður öll þessi starfssemi upp á ýmist íþrótta - og listtengt starf, menningarviðburði, garðrækt, tónlist, fræðslu og nám.Fyrir tímabilið 2014 - 2015  styrkir Kópavogsbær íþrótta - og  tómstundaiðkun barna á aldrinum 5 til 18 ára. Nánari upplýsingar um frístundastarfið og styrkina er að finna í flokkunum hér til vinstri.

Í Kópavogsbæ er fjölbreytt menningarlíf, söfn og ungmennahús, og er miðpunktur þess á Borgarholtinu eða á menningarholtinu eins og það er gjarnan kallað.

 Söfnin í Kópavogi eru fimm: Bókasafn Kópavogs,Náttúrufræðistofa KópavogsHéraðsskjalasafn Kópavogs,Gerðarsafn og Tónlistarsafn Íslands.

Auk þess eru á holtinu: Salurinn og Molinn, menningarhús ungmenna.

Tónlistarskóli Kópavogs er þarna einnig en bærinn tekur þátt í rekstri hans ásamt tónlistarfélagi bæjarins.

Þá styrkir bærinn Myndlistarskóla Kópavogs og Leikfélag Kópavogs. 

 

Kópavogsbær Skrifstofa  |  Fannborg 2, 200 Kópavogur  |  Sími: 441 0000  |  Kt: 700169-3759