Vefsíða
Netfang
Merkingar
Nánari upplýsingar

UM JÓNA TRANSPORT
Almennar upplýsingar
Jónar Transport bjóða upp á öflugar heildarlausnir fyrir fyrirtæki í flutningum til og frá landinu.
Jónar Transport bjóða upp á flutninga bæði í sjó og í lofti, til og frá Íslandi og aðstoð við alla skjalagerð er tengist flutningum.
Í þessu felst að Jónar Transport getur látið sækja eða flytja vöruna heim að dyrum birgja nánast hvar sem er í heiminum, komið henni í skip eða flugvél eftir þörfum og séð um alla tilheyrandi skjalameðhöndlun erlendis og hérlendis, ásamt þeirri vöruhúsa- og akstursþjónustu sem til þarf.
Það færist í vöxt að viðskiptavinir sjá sér hag í því að kaupa heildarþjónustu í flutningum með því að sendingar séu afhentar frá dyrum til dyra, (svokölluð door to door þjónusta). Í raun er þetta bein afleiðing almennrar þróunar í vörustjórnun sem felst í því að efla tengslin og stuðla að auknu upplýsingaflæði í aðfangakeðju fyrirtækja.
Jónar Transport skapa virðisaukandi þjónustu með því að koma inn í aðfangakeðju fyrirtækja með heildarlausnir í flutningum og vöruhúsamálum þannig að fyrirtækin sjálf geta beitt sér betur að sínum sterkustu hliðum.
Allt kapp er lagt á það að varan komist:
- í réttu magni !
- í réttu ástandi !
- á réttan stað !
- á réttum tíma !
Með bættum samgöngum fer heimurinn sífellt smækkandi og með bættri flutningatækni ásamt meiri hraða í flutningum hafa nýir markaðir opnast um allan heim. Þetta hefur stuðlað að aukinni þróun dreifingarþátta í starfsemi fyrirtækja. Mikilvægi aðfangakeðjunnar eykst því sífellt, þar sem fyrirtæki sjá aukin tækifæri við að ná niður kostnaði með samstarfi við önnur fyrirtæki og nýta sér þannig ýmsar heildarlausnir sem í boði eru.
Jónar Transport bjóða heildarlausnir í flutningum á milli landa, hvort sem um er að ræða sjó-, flug- eða hraðsendingar.
Jónar Transport bjóða einnig upp á heildarlausnir í birgðahaldi og dreifingu, tollvörugeymslu fyrir ótollafgreiddar vörur og vörumiðstöð fyrir tollafgreiddar vörur.
Jónar Transport er með eigin skrifstofur í Danmörku, Bretlandi, Hollandi, Svíþjóð, Noregi og Bandaríkjunum.
Hafið samband við sölumenn eða viðskiptaþjónustu okkar og kynnið ykkur þá valkosti sem í boði eru.
Helstu upplýsingar:
Jónar Transport hf
Kjalarvogi 7-15
104 Reykjavík
Sími: 535 8000
Fax: 535 8008
Netfang: jonar@jonar.is
Kennitala: 440189-1219
Vsk. númer: 35789