Vefsíða
Netfang
Merkingar
Nánari upplýsingar
Um Íslenska Gámafélagið
Íslenska Gámafélagið var stofnað árið 1999 með það að markmiði að auka samkeppni á því sviði atvinnulífsins sem snýr að sorphirðu. Í dag starfa um 300 manns hjá Íslenska Gámafélaginu víða um land.
Starfsemin byggist að mestu leyti á sorphirðu og flokkun hjá fyrirtækjum og heimilum um allt land. Ferlið fer síðan eftir tegund úrgangsins hverju sinni, hvort um sé að ræða almennt óflokkað sorp sem sent er til orkuvinnslu erlendis urðunar eða endurvinnanlegt hráefni sem flokkað er í flokkunarstöðvum Íslenska Gámafélagsins og sent til endurvinnslu. Einnig sækir fyrirtækið lífrænan eldhúsúrgang, bæði á heimili í nokkrum sveitarfélögum og í fyrirtæki, og sér um jarðgerð á honum. Það hráefni sem Íslenska Gámafélagið sér ekki um úrvinnslu á er sent til annarra fyrirtækja sem sjá um að koma því í réttan farveg.
Í upphafi árs 2014 var spilliefnamóttaka standsett í höfuðstöðvum Íslenska Gámafélagsins í Gufunesi. Þar eru flokkuð þau spilliefni sem koma inn á svæðið og þeim fundin réttur úrvinnslufarvegur. Árið 2012 fékk Íslenska Gámafélagið leyfi til að flytja út rafgeyma til endurvinnslu. Rafgeymar og önnur spilliefni eru geymd og meðhöndluð í samræmi við lögbundnar kröfur og skilyrði starfsleyfis.
Íslenska Gámafélagið vinnur samkvæmt gæða- og umhverfisstjórnunarkerfi sem uppfyllir kröfur ISO 9001 og 14001.
Hér er hægt að kynna sér flokkurnarleiðbeiningar frá Íslenska Gámafélaginu:
http://www.igf.is/flokkun-og-dagatol/
Fyrirtækið hefur í dag yfir að ráða u.þ.b 2.000 járngámum og um 10.000 plastkara sem eru leigð fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum.
Þjónustusviðið spannar alla þætti almennrar sorphirðu, frá innsöfnun á heimilissorpi til söfnunar og flutnings á spilliefnum auk þess býður fyrirtækið upp á ráðgjöf á sviði endurvinnslu og flokkunarmála, vinnuvélaflutninga, leigu á vinnuskúrum, þurrsalernum, hálkueyðingu ásamt götusópun.
Íslenska Gámafélagði er með starfsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu auk eftirtalinna svæða:
- Suðurnes
- Vestmannaeyjar
- Árborg
- Flóahreppur
- Skeið- og Gnúpverjahreppur
- Skaftárhreppur
- Reyðarfjörður
- Fljótsdalshérað
- Fljótsdalshreppur
- Akureyri
- Fjallabyggð
- Borgarnes
- Snæfellsnes
Íslenska Gámafélagið sér um að þjónusta flestar móttökustöðvar Sorpu , ásamt því að þjónusta rúmlega 3000 önnur fyrirtæki.
Á einstaklingsmarkaði þjónustar Íslenska Gámafélagið yfir 100.000 heimili á Íslandi og erum við eitt stærsta þjónustufyrirtækið á sviði sorphirðu fyrir einstaklinga á landinu í dag.
Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Gufunesi í sama húsnæði og því svæði sem Áburðarverksmiðjan var. Opið er á skrifstofu fyrirtækisins frá 08.00 til 17.00 alla virka daga. Fyrirtækið er með þjónustuvakt alla daga vikunnar til kl 21.00 á kvöldin, þjónustuvaktina er hægt að ná í í síma 577 57 57 eða 840 5757.
Íslenska Gámafélagið - Gufunesvegi 112 Reykjavík Sími: 5775757 igf@igf.is