Gúmmísteypa Þ. Lárusson ehf - 1819 miðlar
Nánari upplýsingar

 

Gúmmísteypa Þ. Lárusson hefur verið starfrækt frá árinu 1984 áður
Gúmmísteypa Þ. Kristjánsson frá árinu 1952.


Á þessum árum höfum við þjónustað útgerðaraðila, sveitafélög, verktaka, stóriðjur, vélsmiðjur og fyrirtæki í verslun og þjónustu með hinar ýmsu þarfir fyrir vörur og þjónustu á vörum úr gúmmi

 Árið 2017 stækkaði Gúmmísteypa Þ. Lárusson við sig með kaupum á Reimaþjónustunni og útvegar nú reimar og bönd fyrir allan iðnað.

 

 

Reimar úr PU og PVC

 

 

Auk gúmmísins sköffum við nú líka reimar úr PU og PVC í hvaða iðnað sem er.

 

ABAS; KARM; PETREL; TRIPLEX
auk þess listar í millitransara, gúmmíklæðning á flestar gerðir kraftblakka
og niðurleggjara. Stuttur afgreiðslutími, áratuga reynsla. 
Viðskiptavinirnir eru flestar útgerðir, loðnu- og síldarbáta.

 

Þéttilistar fyrir lestarlúgur og vatnsþétt skilrúm 
Þéttilistarnir eru til bæði úr gúmmíi eða svampi sem draga ekki í sig vatn. 
Svamplistarnir eru framleiddir í Noregi og eru viðurkenndir til notkunar í skipum. 
Ýmsar stærðir á lager. Fjöldi stærða og gerða fáanlegar.


 

Framleiðum pressuhjól í flestar gerðir netaspila, sjóvéla, hafspil og rapp.

Gúmmíklæðum einnig álkefli fyrir netaspil og grásleppublakkir. Viðgerðaþjónusta á netaniðurleggjurum.


 

 

Færibandareimar á lager.

Gúmmíreimar 500-650-800-1000-1200 mm breiðar á lager. 
Sérpöntum einnig aðrar stærðir og prófílreimar.
Eigum á lager rúllur, stóla og tilbakarúllur.
Hliðarsleikjur og hörpulistar sem lágmarka slit 
á reimum og hörpunetum. 
Samsetning og viðgerðarþjónusta á færibandareimum.


 

 

Gúmmíið dregur úr spól, minnkar slit á færibandareimum og eykur afköst. Svart eða hvítt gúmmí fyrir matvælaiðnað.
Getum bæði heit- og kaldlímt á stál.


 

 

Mótasteypa og sérsteypa
Getum boðið upp á mismunandi hörku á gúmmí, einnig olíuþolið gúmmí fyrir matvælaiðnað og trésmíðaiðnað, gúmmí sem litar ekki út frá sér.


 

www.gummisteypa.is
gummisteypa@gummisteypa.is