Fönn - 1819 miðlar
Nánari upplýsingar

 

Þvottahúsið Fönn ehf. er stofnað 29. janúar 1960 og var til húsa fyrstu árin í bakhúsi að Fjólugötu 19b í Reykjavík.  Starfsemin var að uppistöðu skyrtu þjónusta og fjöldi starfsfólks var 2-3. 

Tækjakosturinn í þá daga var 12 kg. þvottavél, ein 7 kg. þeytivinda, sérhannað skyrtusett og ein lítil fjölbýlishúsa strauvél. Árið 1967 flutti fyrirtækið að Langholtsvegi 113 og keyptur var nýr tækjakostur sem var mun fullkomnari en sá sem fyrir var.  

Fyrirtækið stækkaði ört á þessum árum og var fjöldi starfsmanna kominn í 25 árið 1982. Sama ár flutti Fönn á Langholtsveg þar sem fyrirtækið var til árins 1982 þegar Fönn flutti í núverandi húsnæði að Skeifunni 11.  Þá fór starfsemin úr því að vera á þremur hæðum í það að vera á einni hæð.  Fyrst eftir flutninginn var Fönn með um 1.230 fermetra en í dag er starfsemin á 2.000 fermetrum.  Fjöldi starfsmanna er um 40 í dag. Næsta skref í sögu Fannar var tekið þegar fyrirtækið flutti á Klettháls 13.

Eigandi og framkvæmdastjóri Fannar er Ari Guðmundsson.  

 

Skrifstofan er opin mánudaga til föstudaga frá 08.00 til 16:00. 

Lokað laugardaga og sunnudaga

Fönn ehf • Klettháls 13 • 110 Reykjavík