Tengi - 1819 miðlar
More Information

 

Við höfum átt mjög gott samstarf við hönnuði, arkitekta, pípulagningamenn og aðra fagmenn í byggingariðnaðinum.

Við höfum haft það að leiðarljósi að fylgjast vel með því sem er að gerast í þessum geira varðandi nýjar vörur, reynt að tileinka okkur það að vera framarlega með nýjungar og horfum til framtíðar, umhverfið í nútíð og framtíð.

Við lítum á Tengi sem fagfyrirtæki sem er í samstarfi með fagmönnum.

Við reynum að koma vöru okkar á framfæri á faglegan hátt með t.d. kynningum og ráðstefnum þar sem aðilar frá framleiðendum koma fram.

Það er ljóst að áhugi fagmanna á því sem er að gerast í lagnaheiminum hefur aukist mikið gegnum árin og lagnamál eru einnig orðin áhugamál.

Tengi hefur verið svo lánsamt að hafa á að skipa frábæru starfsfólki.

Margir þeirra hafa verið hjá Tengi í mörg ár og hafa gríðarlega reynslu og þekkingu á hreinlætistækjum og pípulagningaefnum.

Heilsteypt liðsheild er frábær kostur hvers fyrirtækis og það höfum við svo sannarlega.

Tengi mun hér eftir sem hingað til leitast eftir því að vera leiðandi fyrirtæki og byggja reksturinn upp með sama hætti og verið hefur, þeir sem þekkja okkur vita eftir hverju er að sækjast og það gefur okkur mikið að margir af okkar viðskiptavinum hafa byggt upp langtímasamband með okkur sem byggt er upp á áreiðanleika, trausti og persónulegri þjónustu.

 

Virðingarfyllst,

f.h. Tengi ehf.

Þórir Sigurgeirsson

Framkvæmdastjóri

 

Smiðjuvegur 76 | 200 Kópavogur | Aðalnúmer 414 1000 | Fax: 414 1001 | tengi@tengi.is | Baldursnes 6 | 603 Akureyri | Sími 414 1050 | Fax: 414 105