Loftorka Borgarnesi - 1819 miðlar
Loftorka Borgarnesi logo
Loftorka Borgarnesi
Steypustöðin
Engjaási 2
310 Borgarnes
Navigate
More Information

Loftorka Borgarnesi er alhliða verktaka og framleiðslufyrirtæki á sviði mannvirkjagerðar sem sérhæfir sig í framleiðslu á forsteyptum hlutum úr steinsteypu í mannvirki og steinrör í holræsi.  Loftorka er eitt af stærstu fyrirtækjum landsins sem sér um framleiðslu húseininga úr steinsteypu.

Loftorka framleiðir steypu, brunna, rör, veggeiningar, sökkla, filegran loftaplötur, kúluplötur, holplötur, súlur, svalagólf, bita, stiga, sorptunnuskýli og ýmislegt fleira.  

Um áramótin 2016/2017 keypti Steypustöðin ehf Loftorku Borgarnesi ehf., en saman eiga þessi fyrirtæki langa sögu sem nær yfir samtals 125 ár í framleiðslu og þjónustu á vörum fyrir byggingamarkaðinn á Íslandi. Fram til þessa höfðu þessi félög, hvort á sínu sviði, verið í fararbroddi í innleiðingum á nýjungum í byggingariðnaði í landinu.