Fagþak ehf - 1819 miðlar
Fagþak ehf logo
Fagþak ehf
Alhliða lausnir í flötum þökum!
Kaplahrauni 18
220 Hafnarfjörður
Navigate
More Information

 

UM FAGÞAK

Fagþak ehf. var stofnað af okkur feðgunum í febrúar 2005. Jón Ingi hefur unnið við lagningu þakdúka síðan 1983 (hjá Fagtún) og Jóhann Ingi síðan um 2000. Við verslum við ítalskt fyrirtæki sem heitir Flag s.p.a. en það hefur verið leiðandi í PVC dúkum síðan 1963 og nú seinni árin einnig í hinum umhverfisvæna TPO dúk. Við eigum einnig mjög gott samstarf við þá varðandi lausnir og útreikninga.

Helsta ástæða þess að við stofnuðum Fagþak á sínum tíma var sú tilfinning okkar að fyrirtæki á þessum markaði legðu aðaláherslu á afköst, sem svo bitnaði á gæðum og þjónustu. Það er okkur mjög mikilvægt að leysa hvert verkefni á sem öruggastan hátt, hvort sem að um er að ræða nýbyggingar eða endurnýjun/ viðhald eldri eigna.

Efnið sem við vinnum með hefur allar þær vottanir sem að kröfur eru gerðar um CE og brunavottun T. Einnig létum við RB (Nýsköpunarmiðstöð) taka það út fyrir okkur sem og Brunamálstofnun og fengum umsagnir þeirra. Tíu ára verksmiðjuábyrgð er á efninu. Niðurföllin flytjum við sjálfir inn og þau eru með ábrenndum dúk, gerð fyrir 70mm PP rör með múffum, einnig erum við með stönsuð niðurföll frá framleiðanda dúksins.Þannig höfum við lausn á öllum útfærslum.

Þegar kemur að tilboðsgerð hjá okkur þá höfum við það sem reglu að bjóða í hart nær alla liði sem snúa að þéttleika þaksins. Til að mynda einangrun, túður, ristar, blikk og farg svo eitthvað sé nefnt af þeim liðum sem að svona verkum snúa. Við smíðum okkar flasningar/blikk sjálfir þannig að engin bið er eftir blikki og auðveldar það okkur einnig að leysa flóknari útfærslur.
Ef frekari upplýsingar er óskað er langbest að hafa samband og koma á fundi, þá er hægt að fara yfir efnið, hvernig það er unnið, vottanir og svo framvegis.