Vefsíða
Netfang
Nánari upplýsingar
Made in Iceland
BIOEFFECT® er þróað og framleitt á Íslandi. Fyrir okkur stendur “Made in Iceland” fyrir einstakan hreinleika, gæði og virðingu fyrir umhverfinu. . . .
Frábær árangur BIOEFFECT á erlendri grundu byggir á íslenskum frumkvöðlaanda og þrotlausri vinnu ástríðufullra vísindamanna. Markmið BIOEFFECT er að vinna í sátt við umhverfið að þróun og framleiðslu á hágæða húðvörum sem eru einstakar í sinni röð í heiminum.
10 ára líftæknirannsóknir
Árið 2001 stofnuðu þrír vísindamenn ORF Líftækni. Markmið þeirra var að nota byggplöntuna til að framleiða hreinni og virkari frumuvaka fyrir læknisfræðirannsóknir og lyfjaþróun. Þeir völdu bygg vegna þess að það er líffræðilega einangrað kerfi og vegna þess að byggfræið er frá náttúrunnar hendi einstaklega vel til þess fallið að framleiða og geyma viðkvæm prótín eins og frumuvaka.
Árið 2005 hafði þeim tekist að þróa nýtt kerfi til að framleiða hreina frumuvaka, án svokallaðra endótoxína, í byggfræjum.
Árið 2009 var dótturfyrirtækið Sif Cosmetics stofnað til að þróa og markaðssetja húðvörur sem innihalda frumuvaka.
Árið 2010 voru EGF Húðdropar ™ fyrst kynntir á íslenskum markaði. BIOEFFECT eru fyrstu vörurnar á heimsvísu sem innihalda frumuvaka úr manninum sem framleiddir eru í plöntum. Viðtökurnar voru einstakar og um ári seinna notuðu yfir 30% íslenskra kvenna yfir þrítugu Húðdropana ™.
Árið 2015 er BIOEFFECT orðið eitt þekktasta íslenska vörumerkið á alþjóðlegum neytendamarkaði. BIOEFFECT vörurnar eru seldar í yfir 1000 verslunum í 25 löndum.