Arna - 1819 miðlar
Nánari upplýsingar

Fjölskyldan öll við sama borð!

Arna ehf. er mjólkurvinnsla á Bolungarvík sem sérhæfir sig í framleiðslu á laktósafríum mjólkurvörum, þ.e. án mjólkursykurs. Vörur Örnu ehf. eru framleiddar úr próteinbættri íslenskri kúamjólk. Vörurnar eru ferskar, heilnæmar og góðar mjólkurvörur, upprunnar í hreinni íslenskri náttúru og henta öllum sem neyta ferskra mjólkurafurða, en sérstaklega vel þeim sem hafa mjólkursykursóþol eða kjósa mataræði án laktósa.

Við almenna matargerð koma mjólkurvörur og laktósi oft við sögu. Oft þarf fólk því að sneiða hjá slíkum vörum ef einhver innan fjölskyldunnar glímir við mjólkursykursóþol. Arna vill leggja sitt af mörkum til lausnar á slíkum vanda. Fyrirtækið býður því fjölbreytta vörulínu með stöðugt fleiri framleiðsuvörum – afrakstur öflugrar vöruþróunar – og ávallt eru fleiri tegundir eru í farvatninu.

Saman ættu vörur ÖRNU ehf. því að uppfylla þær þarfir sem góð matargerð án laktósa útheimtir.  Laktósafríu mjólkurvörurnar okkar henta sérstaklega vel þeim sem finna fyrir óþægindum í kjölfar neyslu venjulegra mjólkurafurða, en einnig þeim sem sækjast einfaldlega eftir ferskum og bragðgóðum afurðum.

 

 

Arna ehf. • Mjólkurvinnslan í Bolungarvík • Hafnargata 80 • 415 Bolungarvík • sími 456 5600 • arna@arna.is • arna.is