Advania - 1819 miðlar
Nánari upplýsingar


 

Advania býður fjölbreyttar lausnir og þjónustu, sem svara kröfum og þörfum liðlega sjö þúsund viðskiptavina í atvinnulífinu. Lausnaframboð Advania spannar upplýsingatækni frá A til Ö og viðskiptavinir geta sótt þangað samþætta heildarþjónustu, allt á einn stað. Og þá gildir einu hvort um er að ræða hugbúnað, vélbúnað, ráðgjöf eða rekstrarþjónustu.

Meðal viðskiptavina Advania eru mörg stærstu og öflugustu fyrirtæki og stofnanir landsins. Jafnframt hefur Advania sterka stöðu á neytendamarkaði með um þriðjungs markaðshlutdeild. Til marks um sterka stöðu Advania á markaði má nefna að um 100 þúsund Dell-fartölvur eru í notkun hér á landi og um þriðjungur vinnandi Íslendinga fá greidd laun með kerfum frá Advania.

Advania er náinn samstarfsaðili fjölmargra alþjóðlegra fyrirtækja í upplýsingatækni. Þar má nefna Dell, EMC, Microsoft, Oracle, SAP BusinessObjects og VeriSign.

Fagleg vinnubrögð eru í hávegum höfð hjá Advania, þar sem þarfir og væntingar viðskiptavina eru í fyrirrúmi í allri þjónustu. Advania er eitt örfárra fyrirtækja í þekkingariðnaði með starfsemi sem vottuð er samkvæmt alþjóðlegu gæða- og öryggisstöðlunum ISO 9001 og 27001. Gildi fyrirtækisins eru ástríða, snerpa og hæfni.

 

 

ADVANIA

Guðrúnartún 10 

105 Reykjavík

kennitala: 590269 7199

vsk-númer: 10487 

advania@advania.is 

www.advania.is

 sími: 440 9000 fax: 440 9001