Vefsíða
Netfang
Merkingar
Vörumerki
Nánari upplýsingar
Um 1819 Nýr valkostur ehf.
1819 Nýr valkostur ehf. er öflugt og framsækið félag sem býður fyrsta flokks þjónustu hvað varðar miðlun upplýsinga og upplýsingatækni. Félagið var stofnað 2014. Nýr valkostur ehf. rekur m.a. upplýsinganúmerið 1819 og vefsíðuna 1819.is. Félagið rekur gagnagrunn með upplýsingum um einstaklinga og fyrirtæki og býður ýmiskonar þjónustu fyrir fyrirtæki til dæmis símaþjónustu.
Upplýsinganúmerið 1819 tengir saman fólk og fólk við fyrirtæki og þjónustufulltrúar svara þér allan ársins hring. 1819 veitir upplýsingar um einstaklinga og fyrirtæki á 1819.is og fleiri miðlum félagsins.
Félagið mun á næstunni byggja upp fjölbreytta þjónustu fyrir viðskiptavini sína. Lögð verður áhersla á að bjóða hagstæðari verð, en áður hefur þekkst á markaðnum.
Mikil áhersla verður lögð á lipra og persónulega þjónustu, gæði, örugga meðhöndlun gagna, persónuvernd og virðingu fyrir viðskiptavinum félagsins, starfsfólki sem og samstarfsaðilum.
Félagið notar rafræna undirritun ásamt Íslykli Þjóðskráar Íslands við innskráningar til að hámarka öryggi. Þannig verður ekki unnt að breyta upplýsingum hjá viðskiptavinum af þriðja aðila. Í því felst mikið öryggi og persónuvernd.
Hlutverk 1819 er að veita einstaklingum og fyrirtækjum áreiðanlegar upplýsingar og aðra tengda þjónustu til þess að auka þægindi, spara tíma og bæta afköst hjá þeim.
1819 Nýr valkostur ehf. er með aðsetur að Akralind 6, 201 Kópavogi. Kennitala 450314-1020. Sími er 546 1819. VSK-númer er 117802.
Framkvæmdastjóri félagsins er Ágústa Finnbogadóttir.